Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 10:49 Þeir Sepp Blatter (t.v.) og Michel Platini (t.h.) fyrir utan dómshúsið í Sviss í gær. Á vakt þeirra var alþjóðaknattspyrnuhreyfingin gegnsýrð af spillingu. Lítið hefur breyst síðan. Vísir/EPA Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína. FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína.
FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira