Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2025 10:30 Í ákærunni segir að bíl mannanna hafi verið ekið að Gróttuvita en síðan snúið við. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi. Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira