Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 11:30 Heimir Hallgrímsson gaf ungum aðdáendum eiginhandaráritun fyrir leikinn við Búlgaríu í Dublin í gærkvöld. Ekki eru þó alveg allir jafnhrifnir af honum sem landsliðsþjálfara. Getty/Thomas Flinkow Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“. Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Eamon Dunphy lætur gamminn geysa í pistlum sínum fyrir Irish Mirror. Heimir hafði rétt svo stýrt Írlandi í sínum fyrstu tveimur leikjum síðasta haust þegar Dunphy kallaði eftir því að hann yrði rekinn. Dunphy hefur svo haldið áfram að hnýta í Heimi í skrifum sínum í tengslum við leiki Írlands við Búlgaríu í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Írar unnu reyndar báða leikina 2-1 og einvígið því samtals 4-2 en það þarf meira til að hrífa Dunphy sem er fyrrverandi landsliðsmaður Írlands. „Við höfum allt til staðar til að gera virkilega gott lið, allt sem við þurfum núna er góður þjálfari,“ segir í fyrirsögn við nýjasta pistil Dunphys. „Írland er nálægt því að festa sig í sessi sem topplandslið. Hvers vegna þá að hafa tannlækni frá Íslandi við stjórnvölinn?“ segir í undirfyrirsögn. Segir forvera Heimis að þakka að leikmenn blómstri Írar hafa ekki komist á stórmót síðan Martin O'Neill stýrði þeim á EM 2016 og fátt gekk þeim í hag með arftaka hans við stjórnvölinn, fyrst Mick McCarthy og svo Stephen Kenny. Eftir að John O'Shea, sem nú aðstoðar Heimi, hafði stýrt Írlandi í millibilsástandi fyrri hluta síðasta árs tók Heimir svo við í fyrrasumar. Undir hans stjórn hefur Írland nú unnið fjóra leiki en tapað þremur og telja menn á borð við Kevin Kilbane að Írar gætu barist um HM-sæti með Heimi við stjórnvölinn. Dunphy segir Heimi aftur á móti einfaldlega vera að njóta ávaxtanna af því sem Stephen Kenny sáði með því að blóðga leikmenn sem nú blómstri. Heimir hafi hins vegar gert mistök í gær með því að láta of líka leikmenn Evan Ferguson og Troy Parrott, spila saman frammi. Það hafi gert að verkum að Írland var 1-0 undir í hálfleik í gær og að Heimir hefði átt að gera breytingar þá en sleppt því. Það væri ekki vegna Heimis sem Ferguson hefði jafnað metin í seinni hálfleiknum. Adam Idah skoraði svo sigurmarkið í gær, eftir að hafa fundað með Heimi um sína stöðu. Dunphy lýkur pistli sínum á að skrifa: „Þegar allt er tekið saman þá höfum við það sem þarf til að gera virkilega gott lið. Ég vildi óska þess að við hefðum mjög góðan þjálfara til að stýra þeim. Þannig er það ekki. Ekki enn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Í beinni: KA - Afturelding | Botnliðið vill bíta frá sér Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Í beinni: Valur - ÍBV | Á sömu slóðum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Sjá meira