„Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. mars 2025 19:38 Arnar Gunnlaugsson þurfti að sætta sig við tap í fyrstu tveimur leikjunum sem landsliðsþjálfari. KSÍ Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar. „Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira
„Betra liðið vann í þessu einvígi og engar afsakanir frá okkar hendi. Við sýndum ekki nægilega góða frammistöðu í fyrri hálfleik, smá betra hjarta og líf í seinni hálfleik. Því fór sem fór“ sagði Arnar um tilfinninguna sem fylgir tapinu. Gæti talað um taktík en stundum þarf að bretta upp ermar Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik og stillti liðinu upp öðruvísi en hefur áður sést. „Mig langaði að prófa og sjá þessa stráka spila mismunandi stöður. Þetta snýst líka svolítið um hugarfar þegar þú ferð í öðruvísi stöðu en þú ert vanur að spila. Hvað þú ert tilbúinn að læra. Þér er hent út í djúpu laugina… Í mínum huga eru þetta engin geimvísindi, ég er náttúrulega búinn að vera að hugsa um þetta kerfi núna í fimm til sex ár og reyndi að útskýra fyrir strákunum hvernig þetta á að vera. Það sást smá hvernig ég vildi sjá liðið spila í framtíðinni en allt of sjaldan og ekki nægilega oft. Ég tek þetta á mig ef það þarf að finna einhvern sökudólg, ég er skipstjórinn. En við getum talað um taktík og tækni í allan dag, en stundum þarf bara að bretta ermarnar í fótbolta. Látið sig vaða í tæklingar og láta finna fyrir sér. Mér fannst það svolítið vanta í dag“ sagði Arnar um sitt upplegg. Hann hélt áfram og bar núverandi lið saman við „gamla bandið sem var geggjað varnarlið en ekki næstum því jafn góðir í fótbolta og þessir strákar en þeir létu finna fyrir sér og unnu leikinn þannig. Það þarf alltaf að gera það þegar þú spilar fyrir hönd þjóðarinnar.“ Að lokum talaði Arnar um Jóhann Berg og Hákon Arnar, sem voru báðir tæpir og komu hvorugir við sögu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Sjá meira