Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 23. mars 2025 19:57 Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu eftir að Ekrem Imamoglu var settur í gæsluvarðhald. Getty/Burak Kara Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur. Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP. Tyrkland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ekrem Imamoglu, borgarstjóri Ístanbúl, var handtekinn á miðvikudag eftir að lögregla gerði leit á heimili hans. Imamoglu er sakaður um spillingu og tengsl við hryðjuverkasamtök. Hundrað stjórnarandstæðigar til viðbótar hafa verið handteknir á síðustu dögum. Stjórnvöld lokuðu nokkrum stórum vegum í höfuðborginni og bönnuðu mótmæli í nokkra daga. Almenningur hefur þó lítið hlustað á það bann og hafa mótmælt síðustu fjórar nætur. Lögegla hefur haft mikið viðbragð, beitt bæði táragasi, reyksprengjum og piparúða á meðan mótmælendur hafa kastað steinum, blysum og öðrum hlutum að lögreglu. Alvarlegt ábyrgðaleysi að leita út á göturnar Tyrklandsforseti hefur verið harðorður í garð mótmælenda. Á fimmta hundað hafa verið handteknir í mótmælunum, sem farið hafa fram í Istanbúl, Ankara, Izmir, Adana, Antalya og fleiri borgum. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti var harðorður í garð mótmælenda.AP/Pavel Golovkin „Rétt eins og við höfum ekki gefist upp fyrir götuhryðjuverkum hingað til, munm við ekki beygja okkur fyrir skemmdarverkum í framtíðinni,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, í ræðu sinni á tyrkneska þinginu í dag. „Að leita út á göturnar í stað dómstóla til að verja þjófnað, gripdeildir, lögleysu og fjársvik er alvarlegt ábyrgðarleysi,“ sagði hann einnig. Handtekinn í miðju prófkjöri Imamoglu var leiddur fyrir dómara í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald auk þess sem hann hefur verið ákærður fyrir meinta glæpi. Prófkjör hefur farið fram í flokki hans, CHP, þar sem velja á frambjóðanda flokksins fyrir forsetakosningarnar 2028. Fjölmargir greiddu honum atkvæði sitt, þrátt fyrir handtökuna. „Ég er í miklu uppnámi. Þetta er ekki lengur bara vandamál flokksins heldur vandamál lýðræðis í Tyrklandi. Við sættum okkur ekki við að réttindi okkar séu hrifsuð af okkur. Við munum berjast allt til enda. Við treystum Imamoglu og stöndum með honum,“ sagði Fusun Erben, kjósandi CHP.
Tyrkland Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira