Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 19:01 „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“ Vísir/Kolbeinn tumi Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“ Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir tveir að störfum sem dyraverðir fyrir íslenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í öryggisþjónustu á borð við lífvarðarþjónustu, dyravarðaþjónustu og útkallsþjónustu, er árásin átti sér stað. Einn stofnenda umrædds fyrirtækis, Armando Beqirai, var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Tveir núverandi eigendur fyrirtækisins voru vitni í því máli. Báðir þeir sem voru fluttir frá vettvangi hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Heimildir fréttastofu herma að kylfum og hnífum hafi verið beitt í árásinni á Ingólfstorgi í nótt. Átökin brutust út vegna erja á milli starfsmanna tveggja fyrirtækja sem bjóða upp á dyravarðaþjónustu. Erjurnar eiga rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimum. Þá tengist málið einnig erlendum brotamanni sem kom til landsins til að reyna hasla sér völl. Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi lagt hald á fjölda vopna sem eru talin tengjast málunum þremur í nótt. Það sé nú rannsakað en rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi. „Rannsókninni miðar ágætlega. Við erum með slatta af lögreglumönnum í þessu núna sem eru að vinna úr gögnum sem var lagt hald á. Það er verið að ræða við gerendur, vitni og slasaða,“ segir Agnes sem bætir við að það sé ekki endilega ljóst að málin þrjú í nótt tengist en það megi ætla það. „Það má ætla að einverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður.“Vísir/Kolbeinn Tumi Einnig sé í skoðun hvort óskað verði eftir gæsluvarðhaldi yfir einhverjum af þeim þrettán sem sitja í fangageymslu. „Það má ætla að einhverjir af þeim hafi komið við sögu hjá lögreglu áður, en þetta er allt í skoðun.“
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira