Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 13:37 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira