Fékk gult spjald fyrir að gefa eiginhandaráritanir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. mars 2025 14:17 Chris Wood fagnar fyrsta marki sínu gegn Fídjí. afp/Grant Down Markahrókurinn Chris Wood fékk gult spjald fyrir nokkuð sérstakar sakir í leik Nýja-Sjálands og Fídjí í undankeppni HM 2026. Wood hefur verið í miklum ham með Nottingham Forest í vetur og er í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hélt uppteknum hætti þegar Nýja-Sjáland tók á móti Fídjí í dag. Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 7-0, og skoraði Wood þrjú markanna, öll með skalla. Eftir gott dagsverk var Wood tekinn af velli á 62. mínútu, skömmu eftir að hann skoraði sitt þriðja mark. Framherjinn stóri og stæðilegi brá sér þá upp í stúku og byrjaði að gefa eiginhandaráritanir. Dómari leiksins hafði engan húmor fyrir því og gaf Wood gula spjaldið. Chris Wood was booked for signing autographs during New Zealand's game against Fiji 🟨😅After scoring a hat-trick of headers, the Nottingham Forest striker was subbed off.He then headed into the crowd where he spent several minutes with fans - and received a yellow card for… pic.twitter.com/U5DHSp2mpo— Match of the Day (@BBCMOTD) March 21, 2025 Wood og félagar og í ný-sjálenska landsliðinu mæta Nýju-Kaledóníu á mánudaginn. Með sigri tryggir Nýja-Sjáland sér sæti á HM á næsta ári. Wood er langmarkahæstur í sögu ný-sjálenska landsliðsins með 44 mörk í 81 leik. Hann hefur spilað með landsliðinu síðan 2009 og lék með því síðast þegar það komst á HM, í Suður-Afríku fyrir fimmtán árum. Hinn 33 ára Wood hefur skorað átján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Forest er í 3. sæti hennar. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Wood hefur verið í miklum ham með Nottingham Forest í vetur og er í hópi markahæstu manna ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hélt uppteknum hætti þegar Nýja-Sjáland tók á móti Fídjí í dag. Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 7-0, og skoraði Wood þrjú markanna, öll með skalla. Eftir gott dagsverk var Wood tekinn af velli á 62. mínútu, skömmu eftir að hann skoraði sitt þriðja mark. Framherjinn stóri og stæðilegi brá sér þá upp í stúku og byrjaði að gefa eiginhandaráritanir. Dómari leiksins hafði engan húmor fyrir því og gaf Wood gula spjaldið. Chris Wood was booked for signing autographs during New Zealand's game against Fiji 🟨😅After scoring a hat-trick of headers, the Nottingham Forest striker was subbed off.He then headed into the crowd where he spent several minutes with fans - and received a yellow card for… pic.twitter.com/U5DHSp2mpo— Match of the Day (@BBCMOTD) March 21, 2025 Wood og félagar og í ný-sjálenska landsliðinu mæta Nýju-Kaledóníu á mánudaginn. Með sigri tryggir Nýja-Sjáland sér sæti á HM á næsta ári. Wood er langmarkahæstur í sögu ný-sjálenska landsliðsins með 44 mörk í 81 leik. Hann hefur spilað með landsliðinu síðan 2009 og lék með því síðast þegar það komst á HM, í Suður-Afríku fyrir fimmtán árum. Hinn 33 ára Wood hefur skorað átján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Forest er í 3. sæti hennar.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira