„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2025 22:26 Arnar segir unga leikmenn liðsins þurfa að læra að hafa stjórn á leikjum. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. „Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira