Heimir segir dýrmætt að forðast fall Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 14:31 Heimir Hallgrímsson heilsar upp á nýliðann Rocco Vata, 19 ára sóknarmann Watford, á æfingu í Búlgaríu. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira
Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Sjá meira