Heimir segir dýrmætt að forðast fall Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 14:31 Heimir Hallgrímsson heilsar upp á nýliðann Rocco Vata, 19 ára sóknarmann Watford, á æfingu í Búlgaríu. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Heimir er með Íra í svipuðum sporum og Ísland stendur nú í. Á meðan að íslenska liðið reynir að forðast fall úr B-deild með því að vinna einvígi sitt gegn Kósovó (leikið í Kósovó á morgun og á Spáni á sunnudag) þá reyna Írar að forðast fall með sigri gegn Búlgaríu. Það má alveg deila um það hvort sæti í B- eða C-deild gefi meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 en sú keppni fer einmitt fram á Írlandi, í Wales, Skotlandi og Englandi. Búast má við að heimaþjóðirnar fái tvö örugg sæti á mótinu en UEFA hefur ekki tekið ákvörðun um það. Heimir sagði við írska fjölmiðla í dag að burtséð frá öllum EM-pælingum þá væri einfaldlega nauðsynlegt fyrir Íra að halda sér í B-deild og mæta þar mun sterkari liðum en í C-deild. „Þurfum að spila við eins sterk lið og hægt er“ „Skiptir þetta máli? Að mínu mati þá þurfum við að spila við eins sterk lið og hægt er hverju sinni og þróast sem lið. Þess vegna er B-deildin mikilvæg fyrir okkur,“ sagði Heimir. „Það eru skiptar skoðanir og ég virði það en ég tel það mjög mikilvægt að við höldum okkur í B-deildinni og spilum við hærra skrifuð lið,“ sagði Heimir. Tilbúinn að gefa nýliðum tækifæri Hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að leikirnir við Búlgaríu verði að einhverju leiti nýttir til að skoða nýja leikmenn. Í írska hópnum eru til að mynda Jimmy Dune, varnarmaður QPR, og Rocco Vata, sóknarmaður Watford, sem vonast eftir sínum fyrsta A-landsleik. „Tilraunir já, við erum með leikmenn sem eiga ekki landsleik og myndum vilja sjá þá spreyta sig. Við kölluðum inn leikmenn sem við teljum tilbúna að spila, þess vegna eru þeir í hópnum. Þetta er um leið tækifæri til að gefa leikmönnum sénsinn því þetta er ekki þannig að við eigum á hættu að fórna öllu í þessum leik,“ sagði Heimir. „En sem hópur þá viljum við halda okkur í B-deildinni og spila við betri lið,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira