Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2025 19:51 Tracy Morgan er búinn að jafna sig eftir svæsna matareitrun sem varð til þess að hann ældi á körfuboltavöll í Madison Square Garden. Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný. Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný.
Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30
Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30