Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2025 19:51 Tracy Morgan er búinn að jafna sig eftir svæsna matareitrun sem varð til þess að hann ældi á körfuboltavöll í Madison Square Garden. Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný. Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný.
Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30
Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30