Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 14:38 John „Paddy“ Hemingway lést á heimili sínu í gær. Hann var 105 ára gamall. Talið er að hann sé síðastur „hinna fáu“, flugmanna sem vörðu Bretland gegn þýska fluhernum í orrustunni um Bretland árið 1940. Flugher Bretlands John „Paddy“ Hemingway, sem kallaður hefur verið síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland, er látinn. Hann var 105 ára gamall en þegar hann var 21 árs gamall varði hann Bretlandseyjar í háloftunum gegn þýskum flugmönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Hemingway var upprunalega frá Dublin en gekk til liðs við flugher Bretlands sem táningur á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann var nítján ára gamall flaug hann Hurricane herflugvél yfir Frakklandi og varði síðar breska og franska hermenn á undanhaldi þeirra frá Dunkirk, samkvæmt tilkynningu á vef breska flughersins. Yfir ellefu daga tímabil í maí 1940 skaut flugsveit hans að minnsta kosti níutíu þýskar flugvélar niður yfir Frakklandi. Hemingway flaug Hurricane herflugvél í seinni heimsstyrjöldinni.Flugher Bretlands Orrustan um Bretland stóð yfir í rúma þrjá mánuði og hafa flugmennirnir sem vörðu Bretlandseyjar lengi verið kallaðir „hinir fáu“. Er það tilvísun í ræðu Winstons Churchill um að aldrei í sögunni hefðu svo margir skuldað svo fáum eins mikið. Hemingway var síðasti eftirlifandi flugmaðurinn sem tók þátt í þessum átökum. Í frétt BBC segir að Hemingway hafi fjórum sinnum á ferlinum þurft að yfirgefa flugvél sína, bæði vegna þess að hann var skotinn niður og vegna bilana. Hann var svo árið 1941 heiðraður fyrir þjónustu sína og hugrekki. Þá þurfti hann að ferðast á fund kóngsins til að taka við orðunni en flugvélin sem hann var farþegi í brotlenti við flugtak. Hemingway á árum áður.Flugher Bretlands Bretland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hemingway var upprunalega frá Dublin en gekk til liðs við flugher Bretlands sem táningur á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þegar hann var nítján ára gamall flaug hann Hurricane herflugvél yfir Frakklandi og varði síðar breska og franska hermenn á undanhaldi þeirra frá Dunkirk, samkvæmt tilkynningu á vef breska flughersins. Yfir ellefu daga tímabil í maí 1940 skaut flugsveit hans að minnsta kosti níutíu þýskar flugvélar niður yfir Frakklandi. Hemingway flaug Hurricane herflugvél í seinni heimsstyrjöldinni.Flugher Bretlands Orrustan um Bretland stóð yfir í rúma þrjá mánuði og hafa flugmennirnir sem vörðu Bretlandseyjar lengi verið kallaðir „hinir fáu“. Er það tilvísun í ræðu Winstons Churchill um að aldrei í sögunni hefðu svo margir skuldað svo fáum eins mikið. Hemingway var síðasti eftirlifandi flugmaðurinn sem tók þátt í þessum átökum. Í frétt BBC segir að Hemingway hafi fjórum sinnum á ferlinum þurft að yfirgefa flugvél sína, bæði vegna þess að hann var skotinn niður og vegna bilana. Hann var svo árið 1941 heiðraður fyrir þjónustu sína og hugrekki. Þá þurfti hann að ferðast á fund kóngsins til að taka við orðunni en flugvélin sem hann var farþegi í brotlenti við flugtak. Hemingway á árum áður.Flugher Bretlands
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira