Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2025 20:02 Lamine Yamal skoraði sigurmark Barcelona. Xavi Bonilla/DeFodi Images via Getty Images Barcelona vann magnaðan 4-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Atlético Madrid í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Barcelona og Atlético Madrid sátu í öðru og þriðja sæti spænsku deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Börsungar áttu tvo leiki til góða á topplið Real Madrid og með sigri hefði liðið endurheimt toppsætið. Það voru þó heimamenn í Atlético Madrid sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Julian Alvarez kom boltanum í netið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti svo öðru marki heimamanna við eftir vel útfærða skyndisókn á 70. mínútu, en aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Robert Lewandowski muninn fyrir Barcelona. Börsungar jöfnuðu svo metin á 78. mínútu þegar Ferran Torres skallaði boltann í netið. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og ungstirnir Lamine Yamal tryggði liðinu sigur á annarri mínútu uppbótartíma þegar skot hans fór af varnarmanni og í netið. Ferran Torres stráði svo salti í sár Madrídinga með marki á 97. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því ótrúlegur 4-2 sigur Barcelona sem tyllir sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar, nú með 60 stig eftir 27 leiki, jafn mörg og Real Madrid sem situr í öðru sæti og fjórum stigu meira en Atlético Madrid sem situr í því þriðja. Spænski boltinn
Barcelona vann magnaðan 4-2 endurkomusigur er liðið heimsótti Atlético Madrid í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Barcelona og Atlético Madrid sátu í öðru og þriðja sæti spænsku deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Börsungar áttu tvo leiki til góða á topplið Real Madrid og með sigri hefði liðið endurheimt toppsætið. Það voru þó heimamenn í Atlético Madrid sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Julian Alvarez kom boltanum í netið á síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Norðmaðurinn Alexander Sørloth bætti svo öðru marki heimamanna við eftir vel útfærða skyndisókn á 70. mínútu, en aðeins tveimur mínútum síðar minnkaði Robert Lewandowski muninn fyrir Barcelona. Börsungar jöfnuðu svo metin á 78. mínútu þegar Ferran Torres skallaði boltann í netið. Gestirnir voru hins vegar ekki hættir og ungstirnir Lamine Yamal tryggði liðinu sigur á annarri mínútu uppbótartíma þegar skot hans fór af varnarmanni og í netið. Ferran Torres stráði svo salti í sár Madrídinga með marki á 97. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því ótrúlegur 4-2 sigur Barcelona sem tyllir sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar, nú með 60 stig eftir 27 leiki, jafn mörg og Real Madrid sem situr í öðru sæti og fjórum stigu meira en Atlético Madrid sem situr í því þriðja.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn