Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2025 09:41 Sonur Jóns Gunnarsson (t.h.) heyrðist segja á leynilegri upptöku að faðir sinn hefði þegið boð Kristjáns Loftssonar, hvalveiðimanns, á hvalveiðiráðstefnu í Perú í haust. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað sjálfur. Vísir Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent forsætisnefnd Alþingis erindi um hvort að Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn ef hann þáði boð eiganda Hvals hf. á alþjóðlega ráðstefnu. Jón hefur sagst hafa greitt allan kostnað við ferðina sjálfur þrátt fyrir orð sonar hans um annað á leynilegri upptöku. Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vísað er til ummæla Gunnars Bergmann Jónssonar á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum í fyrra í erindi samtakanna til forsætisnefndar Alþingis en nefndin hefur eftirlit með framkvæmd siðareglna þingmanna. Á upptökunum heyrist Gunnar meðal annars halda því fram að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hafi beðið Jón um að koma með sér á fund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Perú í september. Jón hefði aðeins greitt sjálfur fyrir flug til New York en ekki annan kostnað við ferðina. Jón, sem var fulltrúi alþjóðlegra samtaka á ráðstefnunni, sagði eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar í nóvember að hann hefði greitt allan kostnað við ferðina sjálfur eftir að þáverandi matvælaráðherra úr Vinstri grænum hafnaði bón hans um að vera hluti af sendinefnd Íslands. Jón hefur margoft setið fundi ráðsins í gegnum tíðina. Ekkert kemur fram í hagsmunaskrá Jóns um ferðina til Perú á Alþingisvefnum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi farið rangt með ýmislegt á upptökunum. Náttúruverndarsamtökin segja að kostnaður við þátttöku hvers fulltrúa á fundinum hafi numið rúmum 60 þúsund krónum á þáverandi gengi. Ekki sé ljóst hvort að samtökin IWMC, sem styðja vísindaveiðar á hvölum og Jón var fulltrúi fyrir, hafi greitt kostnaðinn. Samtökin áætla að heildarkostnaður við ferðina gæti hafa numið á bilinu 700.000 til 1.000.000 króna. Ísraelskt leyniþjónustufyrirtæki á vegum óþekktra aðila Aldrei hefur verið upplýst hver greiddi Black Cube, ísraelsku leyniþjónustufyrirtæki með skrautlega sögu, til þess að láta tálbeitu gera leynilegar upptökur af Gunnari Bergmann. Heimildin, sem sagði fyrst frá upptökunum, sagði aðeins að ónefnd alþjóðleg samtök sem væru andsnúin hvalveiðum hefðu ráðið fyrirtækið til verksins. Upptökurnar voru birtar eftir að Vinstri græn gengu út úr ríkisstjórn, meðal annars vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um framtíð hvalveiðar. Jón hafði á þessum tíma gerst sérstakur aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, í matvælaráðuneytinu, eftir að hann missti sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Á upptökunum lét sonur hans í veðri vaka að Jón hefði orðið við ósk Bjarna um að taka sæti neðarlega á lista gegn því að hann gæti gefið út leyfi til hvalveiða sem Vinstri græn höfðu stöðvað. Það ætlaði hann að gera fyrir vin sinn Kristján Loftsson. Jón hefur síðan sagt að það ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Bjarni hefur neitað því að um einhvers konar kaup kaups hafi verið að ræða. Jón náði sæti á Alþingi þrátt fyrir að hafa verið í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að Bjarni, oddviti listans og þáverandi formaður flokksins, ákvað að taka ekki sæti á þingi eftir kosningarnar í lok nóvember.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira