Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 14:48 José Mourinho er jafnan snöggur til svars. ap/Andrew Milligan José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sýndi leikmanni liðsins, Allan Saint-Maximin enga miskunn þegar hann ræddi um ákvörðun sína að velja hann ekki í hópinn fyrir leikinn gegn Rangers í Evrópudeildinni. Fenerbahce tapaði fyrri leiknum gegn Rangers, 1-3, en vann þann seinni í gær, 0-2. Úrslit einvígisins réðust í vítaspyrnukeppni þar sem skoska liðið hafði betur, 3-2. Saint-Maximin fór ekki með Fenerbahce til Skotlands og var vægast sagt ósáttur með það. Hann lét í sér heyra á Instagram. „Það þarf meira en þetta til að sigra mig. Þegar lygin tekur lyftuna tekur sannleikurinn stigann. Það tekur lengri tíma en kemst alltaf á leiðarenda. Ef guð er með okkur, hver getur verið á móti okkur?“ skrifaði Saint-Maximin. Mourinho var ekki lengi að bregðast við á sinn einstaka hátt. „Ég vissi ekki að Saint-Maximin væri svona flinkur í að semja ljóð. Ég er heldur ekki sem verstur á því sviði,“ sagði Mourinho. „Þegar fótboltamaður leggur hart að sér, æfir alla daga er hann í formi og getur labbað upp stiga. Hann þarf ekki lyftu. Hins vegar ef leikmaður æfir ekki vel, mætir seint, er of þungur og ekki tilbúinn að spila þarf hann lyftu til að komast upp. Því hann þreytist fljótlega í stiganum.“ Saint-Maximin hefur verið úti í kuldanum hjá Mourinho að undanförnu og ekki spilað síðustu fimm leiki Fenerbahce í tyrknesku úrvalsdeildinni. Frakkinn kom til Fenerbahce á láni frá Al-Ahli í Sádi-Arabíu fyrir þetta tímabil. Evrópudeild UEFA Tyrkneski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
Fenerbahce tapaði fyrri leiknum gegn Rangers, 1-3, en vann þann seinni í gær, 0-2. Úrslit einvígisins réðust í vítaspyrnukeppni þar sem skoska liðið hafði betur, 3-2. Saint-Maximin fór ekki með Fenerbahce til Skotlands og var vægast sagt ósáttur með það. Hann lét í sér heyra á Instagram. „Það þarf meira en þetta til að sigra mig. Þegar lygin tekur lyftuna tekur sannleikurinn stigann. Það tekur lengri tíma en kemst alltaf á leiðarenda. Ef guð er með okkur, hver getur verið á móti okkur?“ skrifaði Saint-Maximin. Mourinho var ekki lengi að bregðast við á sinn einstaka hátt. „Ég vissi ekki að Saint-Maximin væri svona flinkur í að semja ljóð. Ég er heldur ekki sem verstur á því sviði,“ sagði Mourinho. „Þegar fótboltamaður leggur hart að sér, æfir alla daga er hann í formi og getur labbað upp stiga. Hann þarf ekki lyftu. Hins vegar ef leikmaður æfir ekki vel, mætir seint, er of þungur og ekki tilbúinn að spila þarf hann lyftu til að komast upp. Því hann þreytist fljótlega í stiganum.“ Saint-Maximin hefur verið úti í kuldanum hjá Mourinho að undanförnu og ekki spilað síðustu fimm leiki Fenerbahce í tyrknesku úrvalsdeildinni. Frakkinn kom til Fenerbahce á láni frá Al-Ahli í Sádi-Arabíu fyrir þetta tímabil.
Evrópudeild UEFA Tyrkneski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira