Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Þór Stefánsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. mars 2025 11:02 Þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. Líkt og greint hefur verið frá fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar um að þrír verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Alls hefur verið greint frá átta handtökum. Þeim fimm, sem ekki var krafist að yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, hefur verið sleppt úr haldi. Að minnsta kosti einn gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Í kvöldfréttum Rúv í gær kom fram að eins manns væri enn leitað vegna rannsóknarinnar. Jón Gunnar fékkst ekki til að staðfesta það. Heimildir fréttastofu herma að eins sé sannarlega leitað, en sá sé ekki talinn vera höfuðpaur í málinu. Jón Gunnar segir að á meðal þeirra atriða sem verið er að rannsaka sé fjárkúgun. „Eins og ég sagði er að koma ákveðin sýn á þetta, en ég get ekki farið nánar út í það.“ Hann segir að í svona málum sé yfirleitt lagt hald á muni, en á hvað hafi verið lagt hald á geti hann ekki farið útí að svo stöddu. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala. Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir að þeim hafði verið tilkynnt að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu grunaði lögreglu snemma að um frelsissviptingu væri að ræða. Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglunnar um að þrír verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Alls hefur verið greint frá átta handtökum. Þeim fimm, sem ekki var krafist að yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, hefur verið sleppt úr haldi. Að minnsta kosti einn gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Í kvöldfréttum Rúv í gær kom fram að eins manns væri enn leitað vegna rannsóknarinnar. Jón Gunnar fékkst ekki til að staðfesta það. Heimildir fréttastofu herma að eins sé sannarlega leitað, en sá sé ekki talinn vera höfuðpaur í málinu. Jón Gunnar segir að á meðal þeirra atriða sem verið er að rannsaka sé fjárkúgun. „Eins og ég sagði er að koma ákveðin sýn á þetta, en ég get ekki farið nánar út í það.“ Hann segir að í svona málum sé yfirleitt lagt hald á muni, en á hvað hafi verið lagt hald á geti hann ekki farið útí að svo stöddu.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira