Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 18:03 Ronaldo Luis Nazario er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. AP/Manu Fernandez Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldo er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025 Brasilía Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025
Brasilía Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira