Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 16:03 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta er virkilega góð tilfinning,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um valið á hans fyrsta leikmannahópi. Arnar kynnti 23 manna hópinn sem tekst á við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum. Fyrsti leikurinn undir stjórn Arnars verður í Pristina 20. mars næst komandi og sá síðari, sem telst sem heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni þremur dögum síðar. Liðið sem vinnur einvígið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fer í C-deild. Klippa: Arnar um landsliðsvalið, nýjan fyrirliða og næstu gullkynslóð Arnar tók við í janúar og hefur legið yfir valinu síðan. „Þetta var erfitt og mikil áskorun en að lokum er ég mjög sáttur við mitt val og þá möguleika sem við höfum innan þessa hóps. Þetta er erfitt. Við erum með mikið magn leikmanna, eiginlega meira en maður heldur. Sem er jákvætt. Auðvitað er leiðinlegt að menn séu ekki valdir, það langar alla að vera með í þessu verkefni, en því miður er bara hægt að velja 23. Svona lítur hópurinn út núna og svo sjáum við til næst,“ segir Arnar um valið. Orri og Hákon leiðtogar til framtíðar Arnar tilkynnti jafnframt um nýjan landsliðsfyrirliða. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði frá árinu 2012 en Jóhann Berg Guðmundsson borið bandið undanfarin misseri þar sem Aron hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Fyrirliðatíð Arons er aftur á móti lokið. Orri Steinn Óskarsson er nýr landsliðsfyrirliði, aðeins tvítugur, og er hann sá þriðji yngsti í sögunni til að bera bandið, á eftir Eyleifi Hafsteinssyni og Ásgeiri Sigurvinssyni, sem báru bandið í stökum leikjum í fjarveru þáverandi fyrirliða, Jóhannesar Eðvaldssonar. Bæði Eyleifur og Ásgeir voru þá tvítugir, líkt og Orri Steinn. Orri er hins vegar sá yngsti til að vera tilnefndur formlega sem fyrirliði landsliðsins. Aron Einar átti fyrra met en hann var 23 ára þegar hann var gerður að fyrirliða fyrir 13 árum síðan. Aðspurður um hvaða eiginleikar Orra kalli á það að hann sé nýr fyrirliði segir Arnar: „Ég hafði einhverja sterka skoðun á því fyrir nokkrum mánuðum síðan að næsti fyrirliði myndi koma frá þessari kynslóð, nýju gullkynslóðinni. Að þeir myndu fá rödd. Mér finnst þeir vera tilbúnir, þeir eru komnir á ansi hátt stig með sínum félagsliðum,“ „Orri er þroskaður einstaklingur sem kemur vel fyrir í fjölmiðlum. Hann er á frábærum stað í Sociedad og þeir meta hann mikils. Ég fór og heimsótti hann, fékk að vera með honum í þrjá daga, og fékk að kynnast honum betur. Þá varð ég enn sannfærðari um að valið sé rétt,“ „Hákon (Arnar Haraldsson) er varafyrirliði. Þetta eru ólíkar týpur en báðir eiga sameiginlegt að þeir eru miklir leiðtogar inni á velli. Þeir þurfa að læra á nýtt hlutverk, að sjálfsögðu. En það er mín sýn að þetta færi þeirra leik upp á nýtt stig, að fá þessa ábyrgð. Ég vonast til að þeir fái góðan stuðning frá eldri leikmönnum og frá þjóðinni,“ segir Arnar. Aron Einar veiti jafnvægi Arnar ákvað hins vegar að velja Aron Einar í hópinn. Vera hans þar sé mikilvæg. „Ég held að þetta snúist um að hann sé fit. Hann hefur náð góðri æfingatörn síðustu mánuði og spilað fáa, en erfiða leiki í Meistaradeild Asíu. Ég hef spjallað við hann reglulega og hann er mjög spenntur og hungraður. Mér fannst mikilvægt að hafa sterka viðveru frá þessari kynslóð í þessum hópi. Þú vilt hafa gott jafnvægi í hvaða hópi sem er. Mér finnst þessi hópur hafa gott jafnvægi í aldri og hæfileikum,“ segir Arnar. Gylfi ekki á réttum stað Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum þar sem hann er að komast af stað eftir meiðsli og Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og verður ekki með. Arnar útilokar ekki að Gylfi Þór fái sæti í hópnum eftir að tímabilið er komið af stað hér heima. „Mér finnst þetta ekki rétti tímapunkturinn að velja leikmenn sem eru á Íslandi í mars-mánuði. Þetta er búinn að vera djöfullegur vetur og skrýtinn að mörgu leyti. Ég veit að leikmenn eru ósammála og þeir segjast allir vera í toppstandi og klárir, sem er bara frábært. En það er mín skoðun sem gildir og í þetta skipti verðum við að gefa honum betri tíma til að komast í betra stand með sínu félagsliði. Vonandi verður hann í toppstandi þegar næsti hópur er valinn,“ Hitti Arnór í Liverpool Arnór Sigurðsson er ekki heldur í hópnum. Þeir Arnar hafa verið í samskiptum en Arnór samdi nýverið við Malmö í Svíþjóð. Hann er að komast af stað eftir meiðsli. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ segir Arnar. Ný gullkynslóð Arnar ítrekar þá að ný gullkynslóð sé komin í landsliðið. Hana leiði nýju fyrirliðarnir, Orri Steinn og Hákon Arnar. „Ég er alveg sannfærður um það. Ég held ég sé ekkert að setja auka pressu á þá með því að segja það. Þeir hafa sannað það síðustu ár og mánuði á stærsta sviði sem til er, á erfiðum útivöllum. Þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Sjá meira
Fyrsti leikurinn undir stjórn Arnars verður í Pristina 20. mars næst komandi og sá síðari, sem telst sem heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni þremur dögum síðar. Liðið sem vinnur einvígið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fer í C-deild. Klippa: Arnar um landsliðsvalið, nýjan fyrirliða og næstu gullkynslóð Arnar tók við í janúar og hefur legið yfir valinu síðan. „Þetta var erfitt og mikil áskorun en að lokum er ég mjög sáttur við mitt val og þá möguleika sem við höfum innan þessa hóps. Þetta er erfitt. Við erum með mikið magn leikmanna, eiginlega meira en maður heldur. Sem er jákvætt. Auðvitað er leiðinlegt að menn séu ekki valdir, það langar alla að vera með í þessu verkefni, en því miður er bara hægt að velja 23. Svona lítur hópurinn út núna og svo sjáum við til næst,“ segir Arnar um valið. Orri og Hákon leiðtogar til framtíðar Arnar tilkynnti jafnframt um nýjan landsliðsfyrirliða. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði frá árinu 2012 en Jóhann Berg Guðmundsson borið bandið undanfarin misseri þar sem Aron hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Fyrirliðatíð Arons er aftur á móti lokið. Orri Steinn Óskarsson er nýr landsliðsfyrirliði, aðeins tvítugur, og er hann sá þriðji yngsti í sögunni til að bera bandið, á eftir Eyleifi Hafsteinssyni og Ásgeiri Sigurvinssyni, sem báru bandið í stökum leikjum í fjarveru þáverandi fyrirliða, Jóhannesar Eðvaldssonar. Bæði Eyleifur og Ásgeir voru þá tvítugir, líkt og Orri Steinn. Orri er hins vegar sá yngsti til að vera tilnefndur formlega sem fyrirliði landsliðsins. Aron Einar átti fyrra met en hann var 23 ára þegar hann var gerður að fyrirliða fyrir 13 árum síðan. Aðspurður um hvaða eiginleikar Orra kalli á það að hann sé nýr fyrirliði segir Arnar: „Ég hafði einhverja sterka skoðun á því fyrir nokkrum mánuðum síðan að næsti fyrirliði myndi koma frá þessari kynslóð, nýju gullkynslóðinni. Að þeir myndu fá rödd. Mér finnst þeir vera tilbúnir, þeir eru komnir á ansi hátt stig með sínum félagsliðum,“ „Orri er þroskaður einstaklingur sem kemur vel fyrir í fjölmiðlum. Hann er á frábærum stað í Sociedad og þeir meta hann mikils. Ég fór og heimsótti hann, fékk að vera með honum í þrjá daga, og fékk að kynnast honum betur. Þá varð ég enn sannfærðari um að valið sé rétt,“ „Hákon (Arnar Haraldsson) er varafyrirliði. Þetta eru ólíkar týpur en báðir eiga sameiginlegt að þeir eru miklir leiðtogar inni á velli. Þeir þurfa að læra á nýtt hlutverk, að sjálfsögðu. En það er mín sýn að þetta færi þeirra leik upp á nýtt stig, að fá þessa ábyrgð. Ég vonast til að þeir fái góðan stuðning frá eldri leikmönnum og frá þjóðinni,“ segir Arnar. Aron Einar veiti jafnvægi Arnar ákvað hins vegar að velja Aron Einar í hópinn. Vera hans þar sé mikilvæg. „Ég held að þetta snúist um að hann sé fit. Hann hefur náð góðri æfingatörn síðustu mánuði og spilað fáa, en erfiða leiki í Meistaradeild Asíu. Ég hef spjallað við hann reglulega og hann er mjög spenntur og hungraður. Mér fannst mikilvægt að hafa sterka viðveru frá þessari kynslóð í þessum hópi. Þú vilt hafa gott jafnvægi í hvaða hópi sem er. Mér finnst þessi hópur hafa gott jafnvægi í aldri og hæfileikum,“ segir Arnar. Gylfi ekki á réttum stað Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum þar sem hann er að komast af stað eftir meiðsli og Jóhann Berg Guðmundsson er meiddur og verður ekki með. Arnar útilokar ekki að Gylfi Þór fái sæti í hópnum eftir að tímabilið er komið af stað hér heima. „Mér finnst þetta ekki rétti tímapunkturinn að velja leikmenn sem eru á Íslandi í mars-mánuði. Þetta er búinn að vera djöfullegur vetur og skrýtinn að mörgu leyti. Ég veit að leikmenn eru ósammála og þeir segjast allir vera í toppstandi og klárir, sem er bara frábært. En það er mín skoðun sem gildir og í þetta skipti verðum við að gefa honum betri tíma til að komast í betra stand með sínu félagsliði. Vonandi verður hann í toppstandi þegar næsti hópur er valinn,“ Hitti Arnór í Liverpool Arnór Sigurðsson er ekki heldur í hópnum. Þeir Arnar hafa verið í samskiptum en Arnór samdi nýverið við Malmö í Svíþjóð. Hann er að komast af stað eftir meiðsli. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ segir Arnar. Ný gullkynslóð Arnar ítrekar þá að ný gullkynslóð sé komin í landsliðið. Hana leiði nýju fyrirliðarnir, Orri Steinn og Hákon Arnar. „Ég er alveg sannfærður um það. Ég held ég sé ekkert að setja auka pressu á þá með því að segja það. Þeir hafa sannað það síðustu ár og mánuði á stærsta sviði sem til er, á erfiðum útivöllum. Þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn