Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:07 Pakistanskir hermenn í Balochistan í morgun. AFP/Banaras Khan Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti. Pakistan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti.
Pakistan Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira