Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 11:30 Hákon Arnar Haraldsson fagnar eftir að hafa skorað gegn Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. AP/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira