Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:14 Bjarni Þór og Halla eru meðal fjögurra frambjóðenda til formanns hjá VR. Kosningu lýkur í hádeginu á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira