Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. mars 2025 20:24 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“ Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að setja verndartolla á fjölda vara frá Kanada og Mexíkó og síðan að fresta þeim um mánuð höfðu mikil áhrif á markaði um allan heim. Þrátt fyrir tímabundna afléttingu tolla hyggst Trump halda sínu striki með álagningu frekari tolla. Trump hefur áður sagst ætla leggja 25 prósenta tolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins. Óvíst er hvort að tollarnir yrðu lagðir einnig á EES-ríki líkt og Ísland. „Tollastríð auðvitað hljómar mjög illa í eyrum okkar, eins og eyrum flestra. Áhrifanna hefur ekki gætt að miklu leyti enda hafa ekki verið kynntar neinar aðgerðir gagnvart Íslandi. Óvissan er það sem er langverst og við sjáum það á hvort sem það sé á mörkuðum hér eða annars staðar hvernig hún hefur áhrif á markaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Enn sé mikil óvissa um hvernig tolla sé um að ræða og að hvaða mörkuðum og löndum þeir koma til með að beinast að. „Það er óvissa. Svo er það hitt að tollum er svarað með tollum annars staðar þannig þetta gæti haft víðtæk áhrif. En versta sviðsmyndin fyrir okkur er að við klemmumst einhvern veginn á milli Bandaríkjanna og Evrópu með okkar helstu útflutningsvörur. Það væri langversta sviðsmyndin en ég hins vegar held ég að það sé afar ólíklegt,“ segir Sigurður. Þessi versta sviðsmynd að mati Sigurðar myndi leiða til þess að erfitt væri að koma íslenskum útflutningsvörum í verð. „Þá þyrfti að sætta sig við það að njóta verri kjara eða reyna finna aðra markaði. Það getur haft áhrif hérna innlands,“ segir hann. Ísland hafi áður lent í tollgjöldum á útflutningsvörur árið 2018. „Við þessar aðstæður er meginmál að stjórnvöld sinni hagsmunagæslu, það er gott að heyra orð forsætisráðherra í þá veru,“ segir hann. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin standi á styrkum fótum þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Í Bandaríkjunum sé það til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er meðal þeirra ríkja. „Við þurfum að efla tengsl okkar bæði til vesturs og austurs við þessar aðstæður vegna þess að við byggjum okkar lífskjör á því að framleiða og flytja út. Þess vegna þurfum við greiðan aðgang að mörkuðum,“ segir Sigurður. Íslendingar geti gripið til aðgerða í varnarmálunum að sögn Sigurðar, til að mynda með að efla stofnanir líkt og Landhelgisgæsluna og lögregluna. „En við getum líka horft á framleiðslu því hér eru auðvitað framleiddar ýmsar vörur sem að nýtast við öryggi eða varnir. Þannig að við höfum sannarlega ýmislegt fram að færa þar sem við getum lagt áherslu á. Svo er það auðvitað sérþekking á ákveðnum sviðum sem við búum yfir sem geti nýst öðrum.“
Skattar og tollar Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira