Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2025 15:16 Ragnar Þór telur fyrirhugað bann Ásthildar Lóu Þórsdóttur við farsímanotkun grunnskólabarna algjörlega út í hött, hann mun ekki hlýða. vísir/Sigurjón/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins. „Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr. Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Fari svo að þú komir í gegn um Alþingi banni við að 13-16 ára ungmenni í grunnskólum hafi með sér snjallsíma í skólann mun ég ekki framfylgja því,“ segir Ragnar Þór í færslu sem hefur vakið þó nokkra athygli á Facebook. Ljóst er að Ragnar telur þetta bann vanhugsað og í raun glórulaust. Hann veit ekki hvernig á að framfylgja þessu banni: Mun ekki reyna að grípa nemendur góðvolga „Ég mun ekki krefjast þess að nemendur afhendi mér eða öðrum eigur sínar. Ég mun ekki krefjast þess að þeir taki af sér snjallúr. Ég mun ekki kíkja inn í eyrun á þeim og fjarlægja þaðan heyrnartól sem þeir geta notað til að hlusta á og tala við símann sinn þótt hann sé í töskunni. Ég mun ekki reyna að grípa nemendur glóðvolga í símanum í frímínútum eða í skúmaskotum. Ég mun ekki hlýða.“ Ragnar Þór segir að það megi hóta sér áminningum og brottrekstri, hann muni samt ekki hlýða. Þó sé hann löghlýðinn maður. „Ég mun ekki hlýða þér vegna þess að þú hefur lýst því yfir að þú sért tilbúin að fara yfir strik. Strik sem enginn hér á landi hefur stigið yfir, nema hafa nánast um leið lýst yfir fyrirlitningu á kennurum og þeirra störfum.“ Huglausasta leiðin valin Ragnar segir börn ekki bjána. Og þó bönn geti virkar á sumt, stundum, þá virki þau ekki á allt alltaf. Bann geti gengið sér til húðar allt eins og er með frelsi. Leitað hafi verið til ráðuneytisins og fólk alltaf til í að finna lausnir. „Í stjórnarsáttmála lofuðuð þið að gefa leiðsögn. Í stað þess virðist eiga að velja einföldustu og huglausustu leiðina. Skilgreina vandann sem ofvaxinn skólum. Smætta kennara niður í það að þeir ráði ekki við hlutverk sitt. Grafa undan starfinu og draga úr lýðræðislegu uppeldishlutverki skóla.“ Færsla Ragnars er löng og ítarleg. Hann segir skóla stofnun þar sem nemandi eigi að fá að ástunda lýðræði og njóta virðingar og þeirri skulbindindingu ætli hann sér að reynast trúr.
Símanotkun barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Börn og uppeldi Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira