Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 13:28 Sérfræðingar telja að afturköllun fjárstuðnings muni leiða til dauðsfalla fjölda barna þar sem ekki verður lengur hægt að bólusetja þau gegn lífshættulegum sjúkdómum. EPA Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur afturkallað fjárhagsaðstoð við fjölmörg þróunar- og mannúðarverkefni og er ákvörðunin tekin í hagræðingarskyni og með hagsmuni ríkisstjórnar Bandaríkjanna að leiðarljósi. Afturköllunin nær til um 5.800 verkefna um heim allan. New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim. Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
New York Times greinir frá. Umsjónarfólk flóttamannabúða, heilsugæslustöðva sem sjá um bólusetningar gegn berklum, aðgerðir sem snúa að bólusetningum gegn lömunarveiki og fjölda annarra samtaka sem hafa þegið mikilvægan fjárstuðning fyrir verkefni, sem miða að því að bjarga mannslífum, hafa nú misst allan fjárstuðning frá Bandaríkjunum Skrifstofa alþjóðlegra þróunarmála Bandaríkjanna dró styrkina til baka og staðfesti þar með að þeir styrkir sem áður höfðu verið frystir tímabundið yrðu nú einnig afturkallaðir og engin von um frekari aðstoð frá Bandaríkjunum. Mörg verkefnanna höfðu fengið tímabundna frystingu þar sem þau voru skilgreind sem lífsnauðsynleg og myndu bjarga mannslífum. Þróunarverkefni sem missa fjárstuðning Meðal verkefna sem fá ekki frekari stuðning eru meðal annars HIV-meðferðarstofnanir sem hafa veitt milljónum þjónustu, miðstöðvar sem hafa haft umsjón með þeim löndum sem verst eru sett gagnvart malaríu í Afríku og alþjóðlegt átak til að eyða lömunarveiki á heimsvísu. Dr. Catherine Kyubutungi, framkvæmdastjóri African Population and Health Research Center, staðhæfir að þetta muni leiða til dauðsfalla en fjárstuðningur til verkefna sem halda utan um fjölda dauðsfalla hafa einnig misst fjárstuðning og því verður erfitt að átta sig á áhrifunum sem þetta mun hafa. Meðal þróunarverkefnanna eru bólusetningar milljóna barna gegn lömunarveiki, fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir við malaríu sem hefðu veitt vernd fyrir 53 milljónir manna og aðgerðir gegn vannæringu barna í Jemen. Aðallyfjadreifing Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar við berklum verður fyrir miklum áhrifum og þjónusta við þá sem smitaðir eru af HIV-veirunni og aðgerðir til að koma í veg fyrir að smitaðar, þungaðar konur smiti börn sín í fæðingu. Alvarlegar afleiðingar Þá mun eftirlit með ebólu-smitum í Úganda missa fjárstuðning, dreifing lyfja í Kenía meðal annars við HIV-veirunni og malaríu, einnig neyðarskýli í Suður-Afríku fyrir konur og börn sem eru fórnarlömb nauðgana og heimilisofbeldis. Einnig hefur þetta áhrif á aðgengi að hreinu vatni í flóttamannabúðum í Austur-Kongó, heilbrigðisþjónustu fyrir konur og börn í Nepal og mannúðarverkefni í Nígeríu sem vinnur að því að koma í veg fyrir vannæringu barna og kvenna. Heilbrigðisþjónusta mun einnig leggjast af í hluta Súdan og það sama á við um þjónustu fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín í Eþíópíu. Fjöldi annarra þróunarverkefna mun leggjast af vegna afturköllunar styrkjanna frá Bandaríkjastjórn sem getur haft ófyrirséðar og alvarlegar afleiðingar víða um heim.
Bandaríkin Donald Trump Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Tengdar fréttir Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að nær allir starfsmenn USAid yrðu sendir í launað leyfi og samhliða yrðu 2.000 störf hjá stofnuninni lögð niður. 24. febrúar 2025 06:40