Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:12 David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður. Hann hefur undanfarin tuttugu ár stundað rannsóknir á notkun psilocybins í meðferð við ýmsum geðkvillum, til dæmis við OCD og ópíóðafíkn. Stöð 2 Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar voru fjörutíu fyrirlesarar staddir, alls staðar að úr heiminum, til að miðla þekkingu sinni. „Þesssi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María Júlíusdóttir, einn skipuleggjenda Psychadelics as Medicine. „Þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu“ David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður og er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Hann hefur undanfarna tvo áratugi rannsakað notkun hugvíkkandi efna við geðsjúkdómum. „Við höfum rannsakað psilocybin-meðferð við þunglyndi en einnig nýlega prófað notkun við áráttu- og þráhyggjuröskun og krónískum verkjum. Nú erum við að setja af stað tilraunir á notkun við ópíóíðafíkn og spilafíkn,“ segir David. Hann segir að rannsóknir á Psilocybin, sem er virka efnið í sveppum, og MDMA séu lengst komnar og ketamín hefur þegar fengið markaðsleyfi sem meðferð við þunglyndi. Hann telur líklegt að á næstu árum fái Psylosibin og MDMA markaðsleyfi. Psilocybin hefur verið rannsakað sem meðferðarúrræði við ýmiskonar kvillum eins og fram kemur í máli Erritzoe hér að framan en MDMA hefur verið rannsakað í meðferð við áfallastreyturöskun. „Það er mikil þörf. Margir sjúklingar fá ófullnægjandi þjónustu og það eru ekki nægilega mörg góð meðferðarúrræði svo það er stór meðferðareyða. Í geðlækningum þessa stundina er þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað“ Hann segist hafa fullan skilning á að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir og þeir eigi að vera það. „En það er ótrúlega mikilvægt að vera vakandi fyrir vísbendingunum og vera forvitinn og með opinn huga.“ Á morgun, þriðjudag, eiga forsvarsmenn ráðstefnunnar fund með Heilbrigðisráðuneytinu þar sem þeir munu kynna þær upplýsingar sem fram koma á ráðstefnunni. Sara María er ein skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hún á fund með heilbrigðisráðuneytinu næstkomandi þriðjudag.Stöð 2 „Þessi efni komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð. Þessi efni hafa sameiginlega þann hæfileika að hjálpa manni að komast inn á við og komast að kjarna sársins síns, sem er oft rótin á því sem er að plaga mann,“ segir Sara María. „Við ætlum að reyna að kynna fyrir þeim það sem fyrirlesararnir eru að miðla til okkar. Við mætum alltaf því sama: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir.“ En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar voru fjörutíu fyrirlesarar staddir, alls staðar að úr heiminum, til að miðla þekkingu sinni. „Þesssi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María Júlíusdóttir, einn skipuleggjenda Psychadelics as Medicine. „Þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu“ David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður og er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Hann hefur undanfarna tvo áratugi rannsakað notkun hugvíkkandi efna við geðsjúkdómum. „Við höfum rannsakað psilocybin-meðferð við þunglyndi en einnig nýlega prófað notkun við áráttu- og þráhyggjuröskun og krónískum verkjum. Nú erum við að setja af stað tilraunir á notkun við ópíóíðafíkn og spilafíkn,“ segir David. Hann segir að rannsóknir á Psilocybin, sem er virka efnið í sveppum, og MDMA séu lengst komnar og ketamín hefur þegar fengið markaðsleyfi sem meðferð við þunglyndi. Hann telur líklegt að á næstu árum fái Psylosibin og MDMA markaðsleyfi. Psilocybin hefur verið rannsakað sem meðferðarúrræði við ýmiskonar kvillum eins og fram kemur í máli Erritzoe hér að framan en MDMA hefur verið rannsakað í meðferð við áfallastreyturöskun. „Það er mikil þörf. Margir sjúklingar fá ófullnægjandi þjónustu og það eru ekki nægilega mörg góð meðferðarúrræði svo það er stór meðferðareyða. Í geðlækningum þessa stundina er þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað“ Hann segist hafa fullan skilning á að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir og þeir eigi að vera það. „En það er ótrúlega mikilvægt að vera vakandi fyrir vísbendingunum og vera forvitinn og með opinn huga.“ Á morgun, þriðjudag, eiga forsvarsmenn ráðstefnunnar fund með Heilbrigðisráðuneytinu þar sem þeir munu kynna þær upplýsingar sem fram koma á ráðstefnunni. Sara María er ein skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hún á fund með heilbrigðisráðuneytinu næstkomandi þriðjudag.Stöð 2 „Þessi efni komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð. Þessi efni hafa sameiginlega þann hæfileika að hjálpa manni að komast inn á við og komast að kjarna sársins síns, sem er oft rótin á því sem er að plaga mann,“ segir Sara María. „Við ætlum að reyna að kynna fyrir þeim það sem fyrirlesararnir eru að miðla til okkar. Við mætum alltaf því sama: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir.“ En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15
Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41
Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05