Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 10:12 David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður. Hann hefur undanfarin tuttugu ár stundað rannsóknir á notkun psilocybins í meðferð við ýmsum geðkvillum, til dæmis við OCD og ópíóðafíkn. Stöð 2 Danskur geðlæknir, sem hefur undanfarin tuttugu ár rannsakað notkun psilocybins, segist skilja að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir á notkun slíkra efna í læknistilgangi. Þeir megi þó ekki hundsa nýjustu upplýsingar. Rannsóknir séu langt komnar og telur hann líklegt að efnin fái markaðsleyfi á næstu árum. Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar voru fjörutíu fyrirlesarar staddir, alls staðar að úr heiminum, til að miðla þekkingu sinni. „Þesssi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María Júlíusdóttir, einn skipuleggjenda Psychadelics as Medicine. „Þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu“ David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður og er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Hann hefur undanfarna tvo áratugi rannsakað notkun hugvíkkandi efna við geðsjúkdómum. „Við höfum rannsakað psilocybin-meðferð við þunglyndi en einnig nýlega prófað notkun við áráttu- og þráhyggjuröskun og krónískum verkjum. Nú erum við að setja af stað tilraunir á notkun við ópíóíðafíkn og spilafíkn,“ segir David. Hann segir að rannsóknir á Psilocybin, sem er virka efnið í sveppum, og MDMA séu lengst komnar og ketamín hefur þegar fengið markaðsleyfi sem meðferð við þunglyndi. Hann telur líklegt að á næstu árum fái Psylosibin og MDMA markaðsleyfi. Psilocybin hefur verið rannsakað sem meðferðarúrræði við ýmiskonar kvillum eins og fram kemur í máli Erritzoe hér að framan en MDMA hefur verið rannsakað í meðferð við áfallastreyturöskun. „Það er mikil þörf. Margir sjúklingar fá ófullnægjandi þjónustu og það eru ekki nægilega mörg góð meðferðarúrræði svo það er stór meðferðareyða. Í geðlækningum þessa stundina er þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað“ Hann segist hafa fullan skilning á að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir og þeir eigi að vera það. „En það er ótrúlega mikilvægt að vera vakandi fyrir vísbendingunum og vera forvitinn og með opinn huga.“ Á morgun, þriðjudag, eiga forsvarsmenn ráðstefnunnar fund með Heilbrigðisráðuneytinu þar sem þeir munu kynna þær upplýsingar sem fram koma á ráðstefnunni. Sara María er ein skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hún á fund með heilbrigðisráðuneytinu næstkomandi þriðjudag.Stöð 2 „Þessi efni komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð. Þessi efni hafa sameiginlega þann hæfileika að hjálpa manni að komast inn á við og komast að kjarna sársins síns, sem er oft rótin á því sem er að plaga mann,“ segir Sara María. „Við ætlum að reyna að kynna fyrir þeim það sem fyrirlesararnir eru að miðla til okkar. Við mætum alltaf því sama: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir.“ En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað.“ Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Ráðstefna um notkun hugvíkkandi efna í lækningaskyni fór fram í Hörpu í síðustu viku. Þar voru fjörutíu fyrirlesarar staddir, alls staðar að úr heiminum, til að miðla þekkingu sinni. „Þesssi efni eru ólögleg þannig að það er rosalega mikil mótstaða og mikið af fordómum líka. Skiljanlega er fólk hrætt en þess vegna erum við að halda þessa ráðstefnu svo fólk geti komið og hlustað og skilið hvers vegna er verið að nota þessi efni,“ segir Sara María Júlíusdóttir, einn skipuleggjenda Psychadelics as Medicine. „Þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu“ David Erritzoe er danskur geðlæknir og taugavísindamaður og er forstöðumaður miðstöðvar um hugvíkkandi efni við Imperial College í Lundúnum. Hann hefur undanfarna tvo áratugi rannsakað notkun hugvíkkandi efna við geðsjúkdómum. „Við höfum rannsakað psilocybin-meðferð við þunglyndi en einnig nýlega prófað notkun við áráttu- og þráhyggjuröskun og krónískum verkjum. Nú erum við að setja af stað tilraunir á notkun við ópíóíðafíkn og spilafíkn,“ segir David. Hann segir að rannsóknir á Psilocybin, sem er virka efnið í sveppum, og MDMA séu lengst komnar og ketamín hefur þegar fengið markaðsleyfi sem meðferð við þunglyndi. Hann telur líklegt að á næstu árum fái Psylosibin og MDMA markaðsleyfi. Psilocybin hefur verið rannsakað sem meðferðarúrræði við ýmiskonar kvillum eins og fram kemur í máli Erritzoe hér að framan en MDMA hefur verið rannsakað í meðferð við áfallastreyturöskun. „Það er mikil þörf. Margir sjúklingar fá ófullnægjandi þjónustu og það eru ekki nægilega mörg góð meðferðarúrræði svo það er stór meðferðareyða. Í geðlækningum þessa stundina er þetta mest spennandi meðferðin og hún lofar mjög góðu.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað“ Hann segist hafa fullan skilning á að heilbrigðisstarfsmenn séu skeptískir og þeir eigi að vera það. „En það er ótrúlega mikilvægt að vera vakandi fyrir vísbendingunum og vera forvitinn og með opinn huga.“ Á morgun, þriðjudag, eiga forsvarsmenn ráðstefnunnar fund með Heilbrigðisráðuneytinu þar sem þeir munu kynna þær upplýsingar sem fram koma á ráðstefnunni. Sara María er ein skipuleggjenda ráðstefnunnar. Hún á fund með heilbrigðisráðuneytinu næstkomandi þriðjudag.Stöð 2 „Þessi efni komast dýpra en venjuleg samtalsmeðferð. Þessi efni hafa sameiginlega þann hæfileika að hjálpa manni að komast inn á við og komast að kjarna sársins síns, sem er oft rótin á því sem er að plaga mann,“ segir Sara María. „Við ætlum að reyna að kynna fyrir þeim það sem fyrirlesararnir eru að miðla til okkar. Við mætum alltaf því sama: „Við viljum ekki mæta, við viljum ekki hlusta, það vantar fleiri rannsóknir.“ En það er búið að gera mörg hundruð klínískra rannsókna út um allan heim. Það er fullt af rannsóknum þannig að það er kominn tími til að hlusta og skoða þetta.“ „Þessi efni eru bara geðhjálp og ekkert annað.“
Heilbrigðismál Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15 Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41 Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Nú fljúga til landsins helstu sérfræðingar heims á sviði meðferða með hugvíkkandi efni. Markmið næstu daga er að fræða og styðja við faglega umræðu á ráðstefnu hér á landi um hvernig slíkar meðferðir geti nýst gegn geðrænum vanda í íslensku heilbrigðiskerfi. 26. febrúar 2025 11:15
Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Bubbi Morthens segir að reynsla hans af hugvíkkandi efnum hafi verið frábær. Hann segist snemma hafa fundið mun á sér eftir að hafa prófað að taka efnin í litlum skömmtum og segir hættulegra að leika sér að því að taka svefnlyf en sveppi. 25. febrúar 2025 15:41
Ráðleggja gegn samþykkt MDMA sem meðferð við áfallastreituröskun Ráðgjafanefnd hefur ráðlagt Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) að samþykkja ekki notkun MDMA sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun. Nefndin segir ekki sannað að meðferðin virki né að ávinningur hennar sé meiri en áhættan. 5. júní 2024 07:05
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði