Ekki valin en draumurinn lifir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 16:26 Björg segist spennt fyrir því að vinna með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra gefist tækifæri til þess. Mayo Clinic/Vilhelm Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum. Alma Möller lét af störfum sem landlæknir vegna pólitísks draums og er í dag heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir á meðan eftirmanns Ölmu er leitað. Staðan var auglýst í desember og upplýst um umsækjendur í janúar. Þau voru: Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur Elísabet Benedikz, yfirlæknir María Heimisdóttir, yfirlæknir Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi) Tilkynnt var um það á fimmta tímanum í dag að María Heimisdóttir hefði verið skipuð landlæknir. Féll á stjórnunarreynslunni Björg Þorsteinsdóttir starfar við hið virta Mayo Clinic sjúkrahús í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lét flensupest ekki stöðva sig í að ræða við blaðamann. Hún gat staðfest að hún yrði ekki næsti landlæknir en til þess hefði hana skort stjórnunarreynslu. Hún hefur hingað til einbeitt sér að rannsóknum og vísindum. Björg hefur búið ytra í lengri tíma ásamt dönskum eiginmanni sínum Bo Enemark Madsen. Bo er bráðalæknir og kom að uppbyggingu bráðalæknisnáms á Íslandi á árunum 2008 til 2011. Þau eiga fjögur börn. Þau fara ekki í felur með það að vera að hugsa sinn gang eftir nýlegar kosningar í Bandaríkjunum. Þeim hugnast ekki búsetan ytra eftir að Donald Trump komst til valda. Björg segist hafa sótt um embætti landlæknis án þess að gera sér miklar vonir. Þegar hún sá listann yfir umsækjendur fólst vonin um embættið í því að hún kæmi úr öðru umhverfi. Glöggt er gests augað og allt það. Hún fór í viðtal við hæfnisnefnd en ekki í framhaldsviðtal við ráðherra. „Ég féll á stjórnunarreynslunni,“ segir Björg en þó hvergi banginn. Hún er bjartsýn þegar hún lítur yfir lista umsækjenda enda þekki hún til allra þar. Fór í „landlæknanám“ „Ég treysti öllu þessu fólki til að skila góðri vinnu en ég vil mjög gjarnan koma að verkefnavinnu þar sem mitt nám og þekking nýtist.“ Hún hafi ýmislegt til málanna að leggja sem geti komið sé vel í þeim verkefnum sem fram undan eru í heilbrigðismálum á Íslandi. Björg er lyflæknir og með sérfræðipróf í líknandi meðferð. Þá er hún að ljúka doktorsritgerð í lýðheilsu frá Háskóla Íslands þar sem verkefnið snýr að því að hjálpa öldruðum með nýrnabilun að velja úrræði. Þá nam hún lífsiðfræði við Harvard. Björg segir að vinkonur hennar á Íslandi hafi á sínum tíma grínast með það að hún ætlaði utan til Bandaríkjanna í landlæknanám sökum áhuga hennar á heilbrigðismálum hér á landi. Hún segist þurfa að gera upp við sig hvort hún fari að afla sér stjórnunarreynslu eða halda áfram í vísindum og rannsóknum sem séu auðvitað mjög mikilvægt líka. Dáðist að vinnu þríeykisins Hún er spennt fyrir því að heilbrigðisráðuneytið sé komið undir Ölmu Möller og væri spennt fyrir því að vinna með henni í nýju hlutverki, hvernig sem það yrði. „Sérstaklega eftir þessa frábæru vinnu sem vitringarnir þrír unnu í Covid,“ segir Björg. Hún hafi fyllst stolti að fylgjast með því hvernig faraldurinn var höndlaður á Íslandi. „Hér var þessu svo rækilega klúðrað að það var til háborinnar skammar,“ segir Björg. En þótt landlæknisembættið verði ekki hennar þá lifir draumurinn, þ.e. að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. „Það hefur löngum verið draumurinn.“ Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Alma Möller lét af störfum sem landlæknir vegna pólitísks draums og er í dag heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir á meðan eftirmanns Ölmu er leitað. Staðan var auglýst í desember og upplýst um umsækjendur í janúar. Þau voru: Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur Elísabet Benedikz, yfirlæknir María Heimisdóttir, yfirlæknir Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi) Tilkynnt var um það á fimmta tímanum í dag að María Heimisdóttir hefði verið skipuð landlæknir. Féll á stjórnunarreynslunni Björg Þorsteinsdóttir starfar við hið virta Mayo Clinic sjúkrahús í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lét flensupest ekki stöðva sig í að ræða við blaðamann. Hún gat staðfest að hún yrði ekki næsti landlæknir en til þess hefði hana skort stjórnunarreynslu. Hún hefur hingað til einbeitt sér að rannsóknum og vísindum. Björg hefur búið ytra í lengri tíma ásamt dönskum eiginmanni sínum Bo Enemark Madsen. Bo er bráðalæknir og kom að uppbyggingu bráðalæknisnáms á Íslandi á árunum 2008 til 2011. Þau eiga fjögur börn. Þau fara ekki í felur með það að vera að hugsa sinn gang eftir nýlegar kosningar í Bandaríkjunum. Þeim hugnast ekki búsetan ytra eftir að Donald Trump komst til valda. Björg segist hafa sótt um embætti landlæknis án þess að gera sér miklar vonir. Þegar hún sá listann yfir umsækjendur fólst vonin um embættið í því að hún kæmi úr öðru umhverfi. Glöggt er gests augað og allt það. Hún fór í viðtal við hæfnisnefnd en ekki í framhaldsviðtal við ráðherra. „Ég féll á stjórnunarreynslunni,“ segir Björg en þó hvergi banginn. Hún er bjartsýn þegar hún lítur yfir lista umsækjenda enda þekki hún til allra þar. Fór í „landlæknanám“ „Ég treysti öllu þessu fólki til að skila góðri vinnu en ég vil mjög gjarnan koma að verkefnavinnu þar sem mitt nám og þekking nýtist.“ Hún hafi ýmislegt til málanna að leggja sem geti komið sé vel í þeim verkefnum sem fram undan eru í heilbrigðismálum á Íslandi. Björg er lyflæknir og með sérfræðipróf í líknandi meðferð. Þá er hún að ljúka doktorsritgerð í lýðheilsu frá Háskóla Íslands þar sem verkefnið snýr að því að hjálpa öldruðum með nýrnabilun að velja úrræði. Þá nam hún lífsiðfræði við Harvard. Björg segir að vinkonur hennar á Íslandi hafi á sínum tíma grínast með það að hún ætlaði utan til Bandaríkjanna í landlæknanám sökum áhuga hennar á heilbrigðismálum hér á landi. Hún segist þurfa að gera upp við sig hvort hún fari að afla sér stjórnunarreynslu eða halda áfram í vísindum og rannsóknum sem séu auðvitað mjög mikilvægt líka. Dáðist að vinnu þríeykisins Hún er spennt fyrir því að heilbrigðisráðuneytið sé komið undir Ölmu Möller og væri spennt fyrir því að vinna með henni í nýju hlutverki, hvernig sem það yrði. „Sérstaklega eftir þessa frábæru vinnu sem vitringarnir þrír unnu í Covid,“ segir Björg. Hún hafi fyllst stolti að fylgjast með því hvernig faraldurinn var höndlaður á Íslandi. „Hér var þessu svo rækilega klúðrað að það var til háborinnar skammar,“ segir Björg. En þótt landlæknisembættið verði ekki hennar þá lifir draumurinn, þ.e. að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. „Það hefur löngum verið draumurinn.“
Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira