Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:38 Þorsteinn Þorsteinsson hagfræðingur. Vísir Þorsteinn Þorsteinsson, hagfræðingur, segir að lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkissins (LSR) hafi verið skert á fölskum forsendum. Skýringin hafi verið sú að þjóðin væri að eldast en tölur sýni að það hafi ekki gerst. Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni. Lífeyrissjóðir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þorsteinn segir í aðsendri grein á Vísi að lengi hafi því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Það hafi legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu, hjúkrunarheimila og fleira. „Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra,“ segir hann. Skerðingin hafi verið keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins, og nokkur dómsmál séu í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verði dregnar í efa. Meðalævilengd þjóðarinnar staðið í stað Þorsteinn segir að íslenska þjóðin sé ein sú yngsta í heiminum, og það þyði að hlutfall þeirra sem séu 65 ára og eldri sé talsvert lægra á Íslandi en í öðrum löndum. Þá sé starfsævin hér á landi einnig sú lengsta í Evrópu, tæplega 46 ár. „Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga.“ Tölur frá Hagstofunni sýni að meðalævilengd þjóðarinnar hafi staðið í stað síðan 2012. Meðalævilengd karla og kvenna á Íslandi 2012 - 2023.Hagstofan Þorsteinn segir að rök LSR fyrir skerðingunni 2023 hefðu verið þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni. „Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um.“ En þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) vera allt of mikill, sjóðfélögum í óhag. Þorsteinn segir að þessi mismunur veki spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við útreikningana. Tími kominn til að endurskoða aðferðarfræðina Þorsteinn segir að FÍT telji að lífslíkur séu að hækka hér á landi, en tölur Hagstofunnar sýni að breyturnar standi í stað síðastliðinn áratug. „Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá,“ segir Þorsteinn. Þá segir hann að tími sé kominn til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum, og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. „Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga.“ Greinin í heild sinni.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira