Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 25. febrúar 2025 16:32 Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar