Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Nii Lamptey, Ragnar Margeirsson og Michael Noonan eru allir meðal þeirra yngstu sem hafa skorað í Evrópukeppnunum í fótbolta. Getty/Skjámynd/Timarit.is Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu. Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira