Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 23:02 Magnea Arnardóttir hefur fengið nóg og sagði upp starfi sínum á leikskólanum Rauðhóli í dag. Vísir/Einar Magnea Arnardóttir leikskólakennari sagði upp starfi sínu á leikskólanum Rauðhóli eftir tíðindi dagsins í kjaradeilu kennara. Hún telur að fleiri munu fara sömu leið. Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea. Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Magnea greindi frá uppsögn sinni frá leikskólanum Rauðhóli á Facebook í dag með því að birta sjálft uppsagnarbréfið. „Leikskólakennarar eru ómissandi og í útrýmingarhættu. Er það í alvöru samfélag sem við viljum, án þessarar stéttar? Óvirðing gagnvart störfum okkar er ólíðandi og við eigum skilið betri kjör og vinnuaðstæður. Viðsemjendur okkar virðast ekki vera tilbúin að sjá það,“ skrifaði hún við færsluna. Ekki borin virðing fyrir störfum kennara „Ég er að vinna á leikskóla og við fórum í verkfall. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall fyrr en núna í vetur. Við vorum búin með viku af verkfalli þegar við fengum á okkur dóm. Síðan þá er búið að vera mjög erfitt að vera kennari,“ segir Magnea í samtali við blaðamann. Hvers vegna er það? „Vegna þess að við upplifum að það sé ekki borin virðing fyrir okkar starfi,“ segir hún. „Þau skilaboð sem við fáum frá samninganefndnum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru rosalega ólík því sem við fáum alla daga frá foreldrum, börnum og samstarfsfólki. Þannig okkur líður eins og við lifum tvöföldu lífi,“ segir hún. Foreldrar haft samband með tárin í augunum Erfitt hafi verið að sjá hvað Samband íslenskra sveitarfélaga setti mikið púður í að setja dóm á verkfall kennara. „Síðan í dag þegar við réttum út sáttahönd er slegið á hana,“ segir Magnea. Það er kornið sem fyllti mælinn? „Já, ég sé bara ekki hvað ég á að gera meira,“ segir hún. „Því miður er þetta bara síðasta vopnið í vopnabúrinu.“ Þú veist ekkert hvað tekur við? „Ég er búin að fá þvílík viðbrögð frá alls konar fólki. Skilaboð frá foreldrum með tárin í augunum, samstarfsfólki sem hugsar sinn gang og yfirmanninum mínum sem er búinn að tala við sína yfirmenn líka. Það voru margir kennarar sem gengu út í dag, eðlilega,“ segir Magnea. Mörg uppsagnarbréf séu tilbúin fyrir mánudaginn Magnea segir að Reykjavíkurborg megi eiga það að hún hafi gert sitt hingað til. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri, tali þó greinilega öðru máli sem borgarstjóri en hún hafi gert sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnea ásamt kollega sínum á Rauðhóli, Ingibjörgu Jónasdóttur.Vísir/Einar „Við erum því enn í þeytivindunni sem er búin að vera í gangi síðan í haust,“ segir Magnea. Skilningsleysi í garð kennara sé ótrúlegt og gagnrýnin ósanngjörn. Orðið kennaralaun sem lýsing á lélegum launum hafi verið Íslendingum til ósóma. „Kennari er lögverndað starfsheiti og það er ástæða fyrir því, við erum sérfræðingar á okkar sviði og ég á að fá greitt sem sérfræðingur á mínu sviði,“ segir hún. Náist samningar muni hún draga uppsögnina til baka en hún segist þó ekki vera bjartsýn. Hefurðu heyrt af öðrum kollegum sem eru í sömu sporum? „Ég held að það séu mörg tilbúin með bréfið á mánudagsmorgun, kennarar á öllum skólastigum,“ segir Magnea.
Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Börn og uppeldi Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira