Skilur vel reiðina sem blossi upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 14:25 Mjöll Matthíasdóttir er formaður Félags grunnskólakennara og grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti klukkan 11:59 í dag að ekki yrði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin höfðu óskað eftir frest til tólf á hádegi að taka afstöðu í deilunni. Henni var hafnað á elleftu stundu sem fór öfugt ofan í marga kennara sem gengu í kjölfarið út úr leik- og grunnskólum víða um land. „Ég er nú bara að lesa um þetta í fjölmiðlum eins og flestir aðrir,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. „Við erum með hugann við annað, gagnvart kjarasamningum.“ Framtakið sé sjálfssprottið og félagið ekkert komið að því. Heyrst hefur að kennarar í Reykjavík ætli að fjölmenna á aukafund borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem aðeins stendur til að greiða atkvæði um embætti vegna nýs meirihluta. Mjöll segir kennara hafa bundið miklar vonir við að erfið deila þeirra við ríki og sveitarfélög væri að leysast. „Fólki bregður illilega við þegar þessar fréttir koma. Ég skil vel reiðina sem blossar upp hjá kennurum. Hún er mjög skiljanleg.“ Aðspurð um framhaldið telur hún að rykið þurfi aðeins að setjast áður en aðilar setjist aftur við samningaborðið. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, hefur ekki veitt fréttastofu viðtal í dag. Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti klukkan 11:59 í dag að ekki yrði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin höfðu óskað eftir frest til tólf á hádegi að taka afstöðu í deilunni. Henni var hafnað á elleftu stundu sem fór öfugt ofan í marga kennara sem gengu í kjölfarið út úr leik- og grunnskólum víða um land. „Ég er nú bara að lesa um þetta í fjölmiðlum eins og flestir aðrir,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. „Við erum með hugann við annað, gagnvart kjarasamningum.“ Framtakið sé sjálfssprottið og félagið ekkert komið að því. Heyrst hefur að kennarar í Reykjavík ætli að fjölmenna á aukafund borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem aðeins stendur til að greiða atkvæði um embætti vegna nýs meirihluta. Mjöll segir kennara hafa bundið miklar vonir við að erfið deila þeirra við ríki og sveitarfélög væri að leysast. „Fólki bregður illilega við þegar þessar fréttir koma. Ég skil vel reiðina sem blossar upp hjá kennurum. Hún er mjög skiljanleg.“ Aðspurð um framhaldið telur hún að rykið þurfi aðeins að setjast áður en aðilar setjist aftur við samningaborðið. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, hefur ekki veitt fréttastofu viðtal í dag.
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira