Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 12:34 Kennarar í Sunnulækjarskóla á Selfossi gengu út. Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa náði tali af Hermanni Erni Kristjánssyni skólastjóra í Sunnlækjarskóla á Selfossi um klukkan hálf eitt. Hann sagðist telja að trúnaðarmenn á landsvísu hefðu tilkynnt kennurum að leggja niður störf klukkan tólf. Um leið og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari tilkynnti að sveitarfélögin hefðu hafnað innanhússtillögu klukkan tólf hafi borist tölvupóstur til Sunnulækjarskóla frá trúnaðarmanni kennara við skólann um að kennarar við skólann leggðu niður störf. „En mér skilst að þetta sé á landsvísu, ekki bara hér.“ Mjöll Matthíasdóttir, formaður félags grunnskólakennari, segir í samtali við Vísi að ekki sé um skipulagðar aðgerðir að ræða. Tölvupóstur hafi verið sendur á foreldra og þeir hvattir til að sækja börn á yngstu stigum skólans, frá fyrsta upp í fjórða bekk. Skólastjóri og aðrir stjórnendur utan Kennarasambands Íslands sinni nauðsynlegri gæslu þeirra barna sem ekki geti farið heim til sín. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að kennarar í Vallaskóla í Árborg og Álfhólsskóla og Hörðuvallaskóla í Kópavogi hafi einnig gengið út. Þá hefur fréttastofa náð í nokkra grunnskóla þar sem skólastjórar komu af fjöllum og enginn hefði gengið út. Fréttin er í vinnslu en fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Grunnskólar Árborg Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira