„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. febrúar 2025 23:09 Atvikið í upphafi leiks, þar sem Víkingar voru rændir dauðafæri, situr í Sölva. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. „Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira