„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. febrúar 2025 23:09 Atvikið í upphafi leiks, þar sem Víkingar voru rændir dauðafæri, situr í Sölva. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. „Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
„Við settum leikinn upp þannig að við værum þéttir og myndum verjast vel, það gekk vel fannst mér og þeir sköpuðu sér engin stórfæri. Það tókst hjá þeim á endanum [að skora] þar sem vinstri bakvörðurinn tekur hann með verri fót og smyr hann upp í samskeytin. Það þurfti eitthvað svona draumamark til að koma þeim inn í leikinn en ég er svo stoltur af þessari frammistöðu hjá strákunum, nýbyrjaðir á undirbúningstímabilinu og gefa Panathinaikos alvöru leik og eins og ég segi þá þurfti eitthvað stórkostlegt mark hjá þeim til þess að brjóta okkur niður,“ sagði Sölvi um þróun leiksins. Hann má sannarlega vera stoltur af sínum mönnum, sem virtust vera með allt á hreinu þar til markið kom eiginlega upp úr engu. „Já, þetta var mjög mikill skellur að fá þetta mark á okkur og við höfðum ekki kraft til að svara þessu almennilega en trúðum alveg fram að lokaflauti og fengum okkar færi, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Sölvi og minntist síðan á atvik sem skipti sköpum í leiknum. Stórt spurningamerki við dómarann „Ég set stórt spurningamerki við dómarann þegar hann flautar á brot þegar Valdi er að sleppa í gegn. Það hefði breytt leiknum… [Fjórði dómarinn] sagði bara að hann væri sorry yfir þessu. Þetta gerðist líka í fyrri leiknum, þar sem mér finnst þeir of fljótir að dæma. Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi á móti Panathinaikos og það er virkilega svekkjandi að svona stórir dómar falli gegn okkur þegar við erum að spila á þessu stigi,“ sagði Sölvi. Tímabilinu loks lokið en nýtt hefst núna Niðurstaðan varð engu að síður tap fyrir Víking, sem er nú úr leik í Sambandsdeildinni og hefur þar með lokið keppnistímabili sínu, sem hófst þann fyrsta apríl 2024. Nýtt tímabil tekur strax við, Víkingur er ekki í Lengjubikarnum en ætlar að spila æfingaleik gegn FH eftir viku. Eftir það fer liðið í æfingaferð og spilar síðan úrslitaleik í Bose-mótinu áður en Íslandsmótið hefst þann 5. apríl.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira