Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2025 08:40 Leigusamningar milli ættingja og vina eru oft óskráðir og detta því ekki inn í verðsjá. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fasteignamarkaði fækkaði um rúm sex prósent á milli nóvember og desember í fyrra. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé nú hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu HMS. Þar segir að þrátt fyrir fyrrnefndan samdrátt hafi virkni á fasteignamarkaðnum verið töluverð á síðasta ársfjórðungi árið 2024 ef horft er til efnahagsaðstæðna, þar sem kaupsamningar voru álíka margir þá eins og á sama tíma árið 2023. Þá segir að merki séu uppi um viðsnúning nú í ársbyrjun, þar sem ekki hafi fleiri íbúðir verið teknar af sölu í janúarmánuði frá árinu 2021. „Á leigumarkaði býr hærra hlutfall í foreldrahúsum á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 samkvæmt nýrri búsetumælingu sem framkvæmd var fyrir HMS,“ segir í samantektinni. „Meðalleiga í leiguverðsjá HMS gæti verið lítillega ofmetin, þar sem flestir leigusamningar sem gerðir eru af ættingjum og vinum eru ekki skráðir í verðsjánni. Ríkisstjórnin hyggst koma á skráningarskyldu leigusamninga, sem myndi bæta upplýsingagjöf um leigumarkaðinn.“ Þá er einnig greint frá því að í ár sé að vænta vaxtaendurskoðunar af 227 milljörðum króna af útlánum sem bera fasta óverðtryggða vexti, sem jafngildi tíu prósent íbúðalána allra heimila. „HMS telur þessa vaxtaendurskoðun munu ná til 9 til 10 þúsund heimila. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána næstu misseri mun ráðast af getu heimila til að ráða við aukna greiðslubyrði af nafnvaxtalánum.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu HMS. Þar segir að þrátt fyrir fyrrnefndan samdrátt hafi virkni á fasteignamarkaðnum verið töluverð á síðasta ársfjórðungi árið 2024 ef horft er til efnahagsaðstæðna, þar sem kaupsamningar voru álíka margir þá eins og á sama tíma árið 2023. Þá segir að merki séu uppi um viðsnúning nú í ársbyrjun, þar sem ekki hafi fleiri íbúðir verið teknar af sölu í janúarmánuði frá árinu 2021. „Á leigumarkaði býr hærra hlutfall í foreldrahúsum á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við fyrsta ársfjórðung 2024 samkvæmt nýrri búsetumælingu sem framkvæmd var fyrir HMS,“ segir í samantektinni. „Meðalleiga í leiguverðsjá HMS gæti verið lítillega ofmetin, þar sem flestir leigusamningar sem gerðir eru af ættingjum og vinum eru ekki skráðir í verðsjánni. Ríkisstjórnin hyggst koma á skráningarskyldu leigusamninga, sem myndi bæta upplýsingagjöf um leigumarkaðinn.“ Þá er einnig greint frá því að í ár sé að vænta vaxtaendurskoðunar af 227 milljörðum króna af útlánum sem bera fasta óverðtryggða vexti, sem jafngildi tíu prósent íbúðalána allra heimila. „HMS telur þessa vaxtaendurskoðun munu ná til 9 til 10 þúsund heimila. Uppgreiðslur óverðtryggðra lána næstu misseri mun ráðast af getu heimila til að ráða við aukna greiðslubyrði af nafnvaxtalánum.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira