Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2025 06:33 Roebuck er leikmaður stórliðs Barcelona í dag. Pablo Rodriguez/Getty Images Ellie Roebuck var hugsuð sem framtíðarmarkvörður stórliðs Barcelona þegar hún gekk í raðir félagsins í ársbyrjun 2024. Roebuck fékk hins vegar heilablóðfall tæpum mánuði síðar. Nú ári síðar horfir til betri vegar og vonast hún til að vera eftir allt saman framtíðarmarkvörður Barcelona. Hin 25 ára gamla Roebuck, sem lék með Manchester City áður en hún gekk í raðir Barcelona, var í ítarlegu viðtali á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir Roebuck það kraftaverk að hún sé ekki blind í dag því flest sem fá heilablóðfall líkt og hún fékk missa sjónina. Þrátt fyrir ungan aldur var Roebuck hluti af enska landsliðshópnum þegar England fór alla leið og stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Hún var jafnframt í hópnum ári síðar er England fór alla leið í úrslit heimsmeistaramótsins þar sem liðið mátti þola 1-0 tap gegn Spáni. Roebuck með enska landsliðinu í Ástralíu.EPA-EFE/MATT TURNER Eftir HM í Ástralíu lenti Roebuck í því að vera sett út í kuldann hjá Man City, félaginu sem hún hafði verið hjá síðan 2016. Í desember sama ár leið henni eins og „ekki væri allt í lagi“ en gat þó ekki sett fingurinn á hvað það var. Hún hafði fengið skot í höfuðið á æfingu og voru einkenni hennar – þreyta, svimi, lélegt jafnvægisskyn og slæm sjón – talin vera vegna höfuðhöggsins. Einkennin voru meðhöndluð líkt og heilahristing væri að ræða en Roebuck var viss um að eitthvað alvarlegra væri að. Á endanum fór Roebuck í heilaskanna til að fá úr skorið hvað væri að hrjá hana. Það var svo tveimur vikum eftir að hún hafði skrifað undir samning þess efnis að ganga í raðir Barcelona eftir að samningur hennar við Man City mundi renna út um sumarið sem læknirinn hringdi. Hún hafði fengið ákveðna týpa af heilablóðfalli og það var ástæðan fyrir einkennum hennar. Eina sem Roebuck vildi vita var hvort hún myndi spila fótbolta á ný. Eftir að ræða við lækni var ákveðið að Roebuck yrði að vera svo gott sem rúmliggjandi næstu sex vikurnar og mætti ekki æfa næstu 12 vikurnar. Á endanum fékk Roebuck að æfa aftur en hún fékk aldrei að vita nákvæmlega hvað væri að hrjá hana. Það kom í ljós að hún var með holu í hjartanu og átti að fara í aðgerð en þar sem himna hafði myndast yfir holunni var aðgerð talin óþarfi. Eftir að hann sneri aftur eftir meiðslin spilaði Tékkinn Čech ávallt með sérhannaðan hjálm.Justin Setterfield/Getty Images Þá sagði hún erfitt að glíma við meiðsli sem þessi þar sem svo gott sem engin/n skildi hvað hún var að fara í gegnum. Á endanum komst hún í samband við fyrrverandi markvörð sem lenti í skelfilegu höfuðhöggi á sínum tíma, Petr Čech. Sá var líklega besti markvörður í heimi þegar hann höfuðkúpubrotnaði á sínum tíma og þó þau hafi ekki glímt við sömu meiðsli þá gat hann tengt við hvað Roebuck var að fara í gegnum. „Ég talaði við hann í tvo tíma, það var frábært. Hann gat snert á hlutum sem enginn annar gat. Við erum góðir vinir í dag og hann kom nýverið að horfa á mig æfa í Barcelona.“ Roebuck er ekki sátt með hvernig Man City meðhöndlaði meiðslin og síðustu mánuði hennar hjá félaginu. Hún horfir hins vegar fram veginn og í desember spilaði hún í 4-1 sigri Barcelona á Real Betis. Þá voru 303 dagar síðan hún fékk að vita að hún hefði fengið heilablóðfall og meira en 18 mánuðir síðan hún spilaði síðast leik. „Mér líður eins og ég kunni að meta lífið meira. Ég var á stað þar sem fótboltinn var allt en allt þetta fékk mig til að hugsa um meira, lífið í heild. Það var erfitt því ég var fótboltastelpan Ellie.“ Roebuck, sem á að baki 11 A-landsleiki fyrir England, segir þó að nú sé hennar helsta markmið að verða eins góður markvörður og mögulegt er. Takist henni það gæti hún verið bæði framtíðarmarkvörður Barcelona og enska landsliðsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Hin 25 ára gamla Roebuck, sem lék með Manchester City áður en hún gekk í raðir Barcelona, var í ítarlegu viðtali á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir Roebuck það kraftaverk að hún sé ekki blind í dag því flest sem fá heilablóðfall líkt og hún fékk missa sjónina. Þrátt fyrir ungan aldur var Roebuck hluti af enska landsliðshópnum þegar England fór alla leið og stóð uppi sem Evrópumeistari sumarið 2022. Hún var jafnframt í hópnum ári síðar er England fór alla leið í úrslit heimsmeistaramótsins þar sem liðið mátti þola 1-0 tap gegn Spáni. Roebuck með enska landsliðinu í Ástralíu.EPA-EFE/MATT TURNER Eftir HM í Ástralíu lenti Roebuck í því að vera sett út í kuldann hjá Man City, félaginu sem hún hafði verið hjá síðan 2016. Í desember sama ár leið henni eins og „ekki væri allt í lagi“ en gat þó ekki sett fingurinn á hvað það var. Hún hafði fengið skot í höfuðið á æfingu og voru einkenni hennar – þreyta, svimi, lélegt jafnvægisskyn og slæm sjón – talin vera vegna höfuðhöggsins. Einkennin voru meðhöndluð líkt og heilahristing væri að ræða en Roebuck var viss um að eitthvað alvarlegra væri að. Á endanum fór Roebuck í heilaskanna til að fá úr skorið hvað væri að hrjá hana. Það var svo tveimur vikum eftir að hún hafði skrifað undir samning þess efnis að ganga í raðir Barcelona eftir að samningur hennar við Man City mundi renna út um sumarið sem læknirinn hringdi. Hún hafði fengið ákveðna týpa af heilablóðfalli og það var ástæðan fyrir einkennum hennar. Eina sem Roebuck vildi vita var hvort hún myndi spila fótbolta á ný. Eftir að ræða við lækni var ákveðið að Roebuck yrði að vera svo gott sem rúmliggjandi næstu sex vikurnar og mætti ekki æfa næstu 12 vikurnar. Á endanum fékk Roebuck að æfa aftur en hún fékk aldrei að vita nákvæmlega hvað væri að hrjá hana. Það kom í ljós að hún var með holu í hjartanu og átti að fara í aðgerð en þar sem himna hafði myndast yfir holunni var aðgerð talin óþarfi. Eftir að hann sneri aftur eftir meiðslin spilaði Tékkinn Čech ávallt með sérhannaðan hjálm.Justin Setterfield/Getty Images Þá sagði hún erfitt að glíma við meiðsli sem þessi þar sem svo gott sem engin/n skildi hvað hún var að fara í gegnum. Á endanum komst hún í samband við fyrrverandi markvörð sem lenti í skelfilegu höfuðhöggi á sínum tíma, Petr Čech. Sá var líklega besti markvörður í heimi þegar hann höfuðkúpubrotnaði á sínum tíma og þó þau hafi ekki glímt við sömu meiðsli þá gat hann tengt við hvað Roebuck var að fara í gegnum. „Ég talaði við hann í tvo tíma, það var frábært. Hann gat snert á hlutum sem enginn annar gat. Við erum góðir vinir í dag og hann kom nýverið að horfa á mig æfa í Barcelona.“ Roebuck er ekki sátt með hvernig Man City meðhöndlaði meiðslin og síðustu mánuði hennar hjá félaginu. Hún horfir hins vegar fram veginn og í desember spilaði hún í 4-1 sigri Barcelona á Real Betis. Þá voru 303 dagar síðan hún fékk að vita að hún hefði fengið heilablóðfall og meira en 18 mánuðir síðan hún spilaði síðast leik. „Mér líður eins og ég kunni að meta lífið meira. Ég var á stað þar sem fótboltinn var allt en allt þetta fékk mig til að hugsa um meira, lífið í heild. Það var erfitt því ég var fótboltastelpan Ellie.“ Roebuck, sem á að baki 11 A-landsleiki fyrir England, segir þó að nú sé hennar helsta markmið að verða eins góður markvörður og mögulegt er. Takist henni það gæti hún verið bæði framtíðarmarkvörður Barcelona og enska landsliðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira