Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2025 09:24 A$AP Rocky og Rihanna fyrir utan dómshúsið í Los Angeles eftir sýknudóm rapparans. Getty A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira