Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2025 11:03 Nicky Hayen, þjálfari belgíska félagsins Club Brugge fagnar hér sigrinum óvænta á Atalanta í gær. Getty/Francesco Scaccianoce Nicky Hayen, þjálfari Club Brugge, er að gera frábæra hluti með liðið í Meistaradeildinni en belgíska félagið komst í gærkvöldi í sextán liða úrslit keppninnar. Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira
Club Brugge fór til Ítalíu og vann 3-1 útisigur á Atalanta. Belgarnir unnu þar með 5-2 samanlagt því þeir unnu fyrri leikinn 2-1. Þetta voru ein óvæntustu úrslitin í umspilinu til þessa. Blaðamannafundur þjálfarans fyrir leikinn mikilvæga vakti líka nokkra athygli. Hinn 44 ára gamli Hayen viðurkenndi þá að tala við móður sína fyrir hvern leik. Það væri svo sem ekkert óeðlilegt nema vegna þess að hún er ekki á lífi. Hayen missti móður sína fyrir fjórum árum. „Ég tala við móður mína fyrir hvern leik. Hún lést fyrir fjórum langt fyrir aldur fram,“ sagði Nicky Hayen. „Á síðasta tímabili fyrir úrslitakeppnina í belgísku deildinni þá sagði ég henni að ég vildi gera eitthvað klikkað og að lokum þá unnum við titilinn,“ sagði Hayen. „Er ég mjög trúaður? Nei, en mér finnst þetta gefa mér eitthvað. Ég verð því að trúa að það sé eitthvað þarna úti,“ sagði Hayen. Hayen fékk fastráðningu sem þjálfari Club Brugge í júní í fyrra. Hann hafði tekið tímabundið við í marsmánuði. Liðið er nú komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og er i öðru sæti belgísku deildarinnar, átta stigum á eftir Genk. Club Brugge manager Nicky Hayen kept his ritual of speaking to his late mother before their UCL playoff vs. Atalanta.The reigning Belgian Pro League champions are now into the last 16 after finishing 24th in the league phase 🌟 pic.twitter.com/Vj6vXxfjy3— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Sjá meira