Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 23:49 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Vísir Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjóri Heilsugæslunnar segir sektina ekki snúast um samtengingu sjúkraskráa við utanaðkomandi aðila heldur ferli samninga sem gerðir voru við aðilana. Samtenging sjúkraskráa auki í raun sjúklingaöryggi. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“ Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“
Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira