„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Danijel Dejan Djuric faðmar liðsfélaga sína á æfingu Víkinga í gær eftir að hafa sagt þeim að hann færi á förum. @vikingurfc Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra. Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Danijel hefur þar með spilað sinn síðasta leik fyrir Víkinga og tekur ekki þátt í leiknum á móti Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Sverrir Geirdal tók viðtal við Danijel Dejan fyrir miðla Víkinga og þar var farið yfir hvernig þetta allt saman bar að. Hann var þá að fara upp í flug eftir nokkra klukkutíma. Tilfinningarík stund „Það var tilfinningarík stund í dag þegar það var tilkynnt að þú værir að fara frá okkur Víkingum,“ sagði Sverrir Geirdal þegar hann hóf viðtalið. „Ég vissi þetta fyrir æfinguna því Sölvi [Geir Ottesen, þjálfari] sagði mér þetta. Síðan þurfti ég að segja strákunum. Tárin voru að fara að falla en ég hélt þeim inni. Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta. Það er bara þannig,“ sagði Danijel. „Þetta var bara svona tilfinningarússíbani. Ég hef aldrei lent í þessu svona og þetta var einhvern veginn nýtt fyrir mér. Ég fer bara að gráta upp í fluginu,“ sagði Danijel hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Leyndi því ekki fyrir neinum Sverrir bendir á það að þetta var alltaf markmiðið hjá Danijel að komast aftur út í atvinnumennsku. „Það var bara þannig. Frá fyrsta degi sagði ég að ég vildi komast út og ég leyndi því ekki fyrir neinum. Ég sagði í öllum viðtölum að ég vildi fara út. Ég segi bara við fólk: Segið þetta eins oft og þið getið því þá mun þetta gerast. Það gerðist og þetta er komið,“ sagði Danijel. Það er samt erfitt fyrir hann að kveðja Víking. „Mér finnst þetta vera svo góðir strákar sem eru hérna hjá mér og þetta eru bara eins og bræður mínir eins og ég sagði eftir æfinguna. Þetta var tilfinningastund,“ sagði Danijel. Sverrir spurði Danijel um þessi þrjú ár hans hjá Víkingi. Hvernig var þetta búið að vera? Búið að vera bíómynd „Þetta er búið að vera bíómynd. Það er það eina sem ég myndi segja. Þetta er búið að vera svo mikið upp eða niður, hægri, vinstri og bara alls staðar. Persónan sem ég er, bara skemmtikraftur og hef gaman af þessu,“ sagði Danijel í léttum tón. „Tíminn er búinn að vera geggjaður og ég er ógeðslega þakklátur Víkingsfólkinu. Ég á ekki orð til að lýsa fólkinu sem stendur á bak við þennan klúbb. Þau tóku mig inn ekki búinn að gera neitt. Gáfu mér stærsta sviðið til að dansa. Ég tók það og á þeim ógeðslega mikið að þakka. Ástin hún er ólýsanleg,“ sagði Danijel. Hefur mikla trú á Sölva Hvernig sér hann Víkinga á þessu ári? „Ég held að þessi leikur eftir nokkra daga muni verða mjög góður. Þeir munu komast lengra í Evrópukeppninni og svo hef ég engar áhyggjur af þessu. Sölvi er með það mikið ‚presence' og veit það mikið um fótbolta. Staða Víkinga mun bara fara fram á við,“ sagði Danijel. „Ég er spenntur að fylgjast með í símanum og sjónvarpinu. Víkingar verða upp á toppnum næstu árin,“ sagði Danijel. Það má finna allt viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti