Gerendur yngri og brotin alvarlegri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 17:51 Fyrr í mánuðinum varð ungmenni fyrir árás í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira