Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:04 Kötturin var aflífaður vegna veikindanna. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Á öðrum degi hafi hann verið orðinn mjög slappur og krampa á þeim þriðja. Eftir það var kötturinn aflífaður. Í tilkynningu segir að annar köttur sé á sama heimili en hann sé frískur. Um er að ræða þriðja köttinn sem greinist með fuglainflúensu H5N5, sá fyrsti veiktist í byrjun desember. Alls hafa sýni verið tekin úr tólf köttum frá því í desember en níu þeirra voru neikvæðir. Smitaður af fugli Þá segir að engar vísbendingar séu um að þetta afbrigði af fuglainflúensu berist á milli spendýra og því er talið líklegast að þessi kettlingur hafi smitast af sýktum villtum fugli, þrátt fyrir að ekki hafi borist margar tilkynningar um veika eða dauða fugla í nágrenni Raufarhafnar. Fimmtán sýni hafa verið tekin úr fuglum á norðausturhorni landsins frá því í september á síðasta ári. Fuglainflúensa af gerðinni H5N5 greindist í sex þeirra, í einum fálka sem fannst nálægt Kópaskeri í september, í fjórum hettumáfum á Húsavík í sama mánuði og í einum silfurmáfi þar í nóvember. MAST hvetur dýraeigendur til að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í dýrum sínum sem geti bent til fuglaflensu. Þau ættu að leita tafarlaust til dýralækna verði dýrin skyndilega mjög slöpp og fái taugaeinkenni. Viðkomandi dýralæknar myndu svo hafa samband við Matvælastofnun er þeir telja ástæðu til. Almenningur er líka áfram beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla og villt spendýr. Það er gert með því að smella á hnappinn „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimasíðu stofnunarinnar. Mikilvægt er að lýsa nákvæmlega staðsetningu, helst með hnitum, og gott ef hægt er að senda mynd með. Engin tilfelli eru þekkt í heiminum af sýkingum í fólki vegna fuglainflúensuveiru af því afbrigði sem hefur verið að greinast hér á landi síðustu mánuði. Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Á öðrum degi hafi hann verið orðinn mjög slappur og krampa á þeim þriðja. Eftir það var kötturinn aflífaður. Í tilkynningu segir að annar köttur sé á sama heimili en hann sé frískur. Um er að ræða þriðja köttinn sem greinist með fuglainflúensu H5N5, sá fyrsti veiktist í byrjun desember. Alls hafa sýni verið tekin úr tólf köttum frá því í desember en níu þeirra voru neikvæðir. Smitaður af fugli Þá segir að engar vísbendingar séu um að þetta afbrigði af fuglainflúensu berist á milli spendýra og því er talið líklegast að þessi kettlingur hafi smitast af sýktum villtum fugli, þrátt fyrir að ekki hafi borist margar tilkynningar um veika eða dauða fugla í nágrenni Raufarhafnar. Fimmtán sýni hafa verið tekin úr fuglum á norðausturhorni landsins frá því í september á síðasta ári. Fuglainflúensa af gerðinni H5N5 greindist í sex þeirra, í einum fálka sem fannst nálægt Kópaskeri í september, í fjórum hettumáfum á Húsavík í sama mánuði og í einum silfurmáfi þar í nóvember. MAST hvetur dýraeigendur til að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í dýrum sínum sem geti bent til fuglaflensu. Þau ættu að leita tafarlaust til dýralækna verði dýrin skyndilega mjög slöpp og fái taugaeinkenni. Viðkomandi dýralæknar myndu svo hafa samband við Matvælastofnun er þeir telja ástæðu til. Almenningur er líka áfram beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla og villt spendýr. Það er gert með því að smella á hnappinn „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimasíðu stofnunarinnar. Mikilvægt er að lýsa nákvæmlega staðsetningu, helst með hnitum, og gott ef hægt er að senda mynd með. Engin tilfelli eru þekkt í heiminum af sýkingum í fólki vegna fuglainflúensuveiru af því afbrigði sem hefur verið að greinast hér á landi síðustu mánuði.
Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira