„Þurfum að þora að labba yfir brúna saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:58 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir Formaður Kennarasambandsins segir sömu kröfur uppi í öllum kjaraviðræðum kennara. Verið sé að horfa á hvernig nýtt virðismat á kennarastarfinu geti skilað því að sérfræðingar í opinbera geiranum séu á sömu launum og á almenna markaðnum. Góðir áfangar hafi náðst en nú þurfi aðilar að þora að fara yfir brúna saman. Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Framhaldsskólakennarar og ríkið funda á ný hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan eitt. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands segir viðræðum miða nokkuð vel áfram. „Framhaldsskólinn er í samtali við ríki sem vonandi skilar árangri og hjálpar okkur við að komast yfir brúna öll saman. Virðismat skili jöfnun launa Ekki hefur verið boðað til sameiginlegs fundar hjá ríkissáttasemjara milli samninganefndar ríkis og sveitarfélaga og grunn, leik og tónlistarkennara. Aðspurður um hvort framhaldsskólaviðræðurnar gangi betur þar svarar Magnús: „Nei, nei. Við erum að horfa til þess að virðimatsvegferðin gefi okkur möguleika á því að nálgast betur það markmið að sérfræðingar á opinbera geiranum verði á sömu launum og sérfræðingar á almennum markaði. Það er verkefnið sem verið er að vinna á báðum stöðum.“ Þurfi að þora Allir kennarar séu þar af leiðandi á sömu vegferð. Nú sé fundað í sitt hvoru lagi með ríkissáttasemjara því framhaldsskólakennarar semji við ríkið en grunn- leik, og tónlistarskólakennarar semji bæði við ríki og sveitarfélög. Hann telur að sama staða sé í báðum viðræðunum. „Staðan er sú sama í báðum tilvikum. Við höfum unnið vel og átt mjög góð samtöl við hið opinbera um ólíka þætti en í öllum tilvikum þarf traustið að koma. Við þurfum að þora að labba yfir brúna og gera það vonandi öll saman. Það er stefnan,“ segir Magnús. Aðspurður um hvort hann búist við tíðindum í dag svarar Magnús: „Við eigum ekki mikið verk óunnið, en það er þetta traust og vissa um sameiginlega sýn sem við þurfum að ramma inn núna. Takist það held ég að við getum lokið samningi.“ Hann segir að þrátt fyrir að enginn sameiginlegur fundur hafi verið boðaður í deilu grunn, leikskóla og tónlistarskólakennara sé vinna í gangi með ríkissáttasemjara. „Við erum að fara yfir þætti í innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Við höfum farið ofan í virðismatið og hvernig við getum unnið það áfram,“ segir Magnús. Ekki sé búið að taka afstöðu til áframhaldandi aðgerða eftir dóm Félagsdóms. „Það mun bara koma í ljós hvaða leið verður farin í ljósi dóms Félagsdóms frá síðustu helgi. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur í dag,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira