Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra Íslands. vísir/einar Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“ Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Undanfarna mánuði og jafnvel ár hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýst yfir óánægju með það viðbragðsleysi sem hann segir hafa ríkt þegar kemur að öryggi á landamærum landsins. Hefur hann ítrekað sagt flugfélög komast upp með að afhenda ekki íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna til landsins en slíkir listar séu nauðsynlegir til að hafa yfirsýn yfir þá sem ferðast hingað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra tekur á þessu í nýju frumvarpi sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. „Ég er að leggja fram frumvarp til að tryggja að íslensk lögregluyfirvöld hafi það aðgengi sem þau þurfa að farþegaupplýsingum um það fólk sem kemur hingað til lands. Upp á það hefur aðeins vantað. Markmiðið með þessu er að hafa yfirsýn til þess að geta brugðist meðal annars við skipulagðri brotastarfsemi sem hefur því miður náð að festa rætur á Íslandi. Auðvitað er engin ástæða til að mála myndina dekkri en hún raunverulega er en við þurfum á því að halda að hafa aðgang að þessu upplýsingum og upp á það hefur vantað og til þess er frumvarpið lagt fram.“ Fleiri aðgerðir boðaðar Nái frumvarpið fram að ganga verður því skylda fyrir öll flugfélög í öllum tilvikum að afhenda farþegalista. Ráðherra boðar fleiri aðgerðir sem taka á skipulagðri brotastarfsemi. „Eitt er að auðvelda yfirvöldum að endurheimta fjárhagslegan ávinning af skipulagðri brotastarfsemi líka og alvarlegum afbrotum. Þarna erum við líka að miða að því að standa til samræmis við aðrar þjóðir þannig það eru svona fyrstu skrefin á þessu þingi mínu, ýmsar aðgerðir til að efla getu yfirvalda til að bregðast við afbrotum með það auðvitað alltaf að leiðarljósi að tryggja öryggi fólksins í landinu.“
Landamæri Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira