Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 16:53 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að hver og einn framhaldsskóli sé vinnuveitandi kennara í skilningi laga um kjaradeilur. Því hafi nýlegur dómur Félagsdóms í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands engin áhrif á fyrirhuguð verkföll framhaldsskólakennara. Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira
Samningafundum í kjaradeilu Félags framhaldsskólakennara og SÍS lauk um klukkan 16 eftir að hafa staðið síðan klukkan 11 í morgun. Guðjón Hreinn ræddi við fréttamann að fundi loknum en gaf lítið upp um gang viðræðna. „Við erum að kasta á milli okkar hlutum og reyna að lenda,“ segir hann. Hafa ekki rætt launatöflur Launatöflur hafi ekki verið ræddar á fundinum í dag en krafa FF sé jöfnun kjara milli almenns markaðar og hins opinbera, líkt og kröfur annarra félaga innan KÍ. Þá segist hann ekkert geta sagt til um hversu lengi sé búist við að samræðurnar taki að þessu sinni. „Við ætlum bara að einbeita okkur að vinnunni. Við vonumst til þess að getum náð þessu saman. Við erum ekkert í neinum slíkum hugmyndum, það er dagur fyrir dag núna.“ Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif Þá segir Guðjón Hreinn að dómur Félagsdóms á dögunum hafi engin áhrif á fyrirhuguð verkföll. Félagsdómur féllst þá á með SÍS að boðuð verkföll í aðeins litlum hluta leik- og grunnskóla væru ólögmæt. „Þetta snýst um hugtakið vinnustað, eða vinnuveitanda öllu heldur. Það er ljóst að hver framhaldsskóli er sérstök ríkisstofnun og er þar með skýr vinnuveitandi. Þannig að það hefur ekki áhrif á framhaldsskóladeiluna,“ segir Guðjón Hreinn.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Sjá meira