Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 12:02 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“ Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“
Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent