Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 12:32 Jenni Hermoso fagnar marki sínu gegn Kólumbíu á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Getty Montse Tomé, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, valdi Jenni Hermoso ekki í landsliðshópinn sem spilar við Belgíu og England í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Réttarhöld standa yfir gegn Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa, fyrir framan alla heimsbyggðina, gripið um höfuð Hermoso og kysst hana án samþykkis á munninn, eftir að Spánn varð heimsmeistari sumarið 2023. Hermoso er sjálf búin að bera vitni en það gerði hún í byrjun síðustu viku. „Ég vissi að þetta var koss frá yfirmanni mínum og að svona ætti ekki að gerast í neinum félags- eða vinnuaðstæðum,“ sagði Hermoso við réttarhöldin og bætti við: „Þetta augnablik skemmdi einn besta dag lífs míns.“ Landsliðsþjálfarinn Tomé hefur áður sagt að til þess að hlífa Hermoso hafi hún ekki verið valin í landsliðshópinn í síðustu leikjum, vináttuleikjum við Suður-Kóreu og Frakkland um mánaðamótin nóvember-desember. Á blaðamannafundi í dag sagði hún aðeins íþróttalegar ástæður að baki vali sínu og að dyrunum hefði ekki verið varanlega lokað gagnvart Hermoso né nokkrum öðrum leikmanni. Hermoso er 34 ára gömul og leikur með Tigres í mexíkósku úrvalsdeildinni. Hún lék síðast landsleik 25. október í 1-1 jafntefli við Kanada og var einnig í landsliðshópi Spánar sem hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Þar skoraði hún eitt mark. Spánverjar eru einnig án Alexia Putellas sem er að komast af stað eftir meiðsli. Irene Paredes kemur hins vegar inn í hópinn sem kemur saman til æfinga næsta mánudag. Fyrri leikur liðsins er við Belga 21. febrúar í Valencia og er það jafnframt söfnunarleikur fyrir fórnarlömb DANA-veðurofsans sem kostaði að minnsta kosti 224 manns lífið. Seinni leikurinn er við England á Wembley 26. febrúar. Réttarhöldin yfir Rubiales standa yfir til 19. febrúar.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Sjá meira
Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna. 11. febrúar 2025 13:47