Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 08:51 „Vantar þig aðstoð með barn? Sendu skilaboð. Ég get hjálpað hvar sem ér á Bretlandi,“ auglýsir Albon á Instargram, þar sem hann kallar sig „joe_donor_uk“ og birtir einnig fjölmiðlaumfjöllun um sjálfan sig. Instagram/Robert Charles Albon Dómari á Bretlandseyjum samþykkti beiðni mæðra barns um að dómur í máli þeirra yrði birtur og líffræðilegur faðir barnsins nafngreindur, til að vara aðrar konur við bæði manninum sjálfum og sæðisgjöfum utan regluverks almennt. Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn. Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Málið er þannig vaxið að konurnar þáðu sæði frá manni að nafni Robert Charles Albon, sem auglýsir þjónustu sína á samfélagsmiðlum og segist hafa feðrað 180 börn út um allan heim. Albon auglýsti að það væri undir foreldrum barnsins komið hvort einhver samskipti yrðu á milli hans og barnsins en höfðaði svo mál þar sem hann krafðist feðrunar, umgengni og nafnabreytingar. Málareksturinn tók tvö ár og hafði veruleg áhrif á mæðurnar. Álagið varð meðal annars til þess að það slitnaði upp úr sambandi þeirra. Þrátt fyrir að málið væri tekið fyrir hjá fjölskyldudómstól, þar sem leynd ríkir almennt um atriði máls, fóru báðar mæðurnar fram á að dómurinn yrði birtur og sæðisgjafinn nafngreindur. Dómarinn, Jonathan Furness, féllst á ósk mæðranna og sagði það meðal annars hafa ráðið ákvörðun sinni að hann vildi vara aðra foreldra við Albon og við sæðisgjöfum utan regluverksins almennt. Hann komst að þeirri niðurstöðua að Albon, sem er bandarískur, hefði líklega höfðað málið í viðleitni til að fá að dvelja áfram á Bretlandseyjum og hafnaði kröfum hans. Flestar stöðvar sem bjóða upp á aðstoð við getnað setja takmörk á fjölda barna sem hver sæðisgjafi getur eignast, oft tíu eða færri börn. Engin leið er hins vegar til að hafa stjórn á því hversu mörg börn verða til þegar foreldrar ákveða að þiggja sæði „utan kerfis“ og þá geta fjölmörg lagaleg álitaefni komið upp. Albon hefur sagt að hann hyggist halda ótrauður áfram gjafastarfsemi sinni. Fjallað er um haftalausar sæðisgjafir í þáttunum The Man With 1.000 Kids, sem sýndir eru á Netflix. Þar er sagt frá Hollendingnum Jonathan Jacob Meijer, sem er talinn hafa feðrað allt að þúsund börn.
Frjósemi Bretland Börn og uppeldi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira