Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 16:23 Heiða Björg, Dóra Björt og þrír oddvitar til viðbótar hafa fundað um mögulegt meirihlutasamstarf í dag. Vísir/Vilhelm Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sprengdi meirihluta Framsóknar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata á föstudaginn hefur verið óvissa um nýjan meirihluta. Einar efndi strax til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokks fólksins sem ríkti bjartsýni með þar til ljóst varð að Flokkur fólksins yrði ekki með í slíku samstarfi. Fréttastofa spurði Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, út í það í morgun hvort til greina kæmi að fara í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Inga var afdráttarlaus í svörum að það kæmi ekki til greina meðal flokksmanna. Fyrir vikið er draumur Einars borgarstjóra um þann meirihluta úr sögunni og vinstri meirihluti í kortunum þar sem fimm konur eru í oddvitasætum. Heiða Björg hjá Samfylkingunni, Dóra Björt hjá Pírötum, Sanna Magdalena Mörtudóttir hjá Sósíalistum, Helga Þórðardóttir hjá Flokki fólksins og Líf Magneudóttir hjá Vinstri grænum. Saman næðu þessir flokkar tólf borgarfulltrúum, þeim fjölda sem þarf til að mynda meirihluta. Dóra Björt sagði í samtali við Ríkisútvarpið síðdegis að fulltrúar flokkanna fimm hefðu setið á fundi heima hjá oddvita Samfylkingarinnar. Fimm konur að reyna að taka til eftir karlavesen, eins og hún komst að orði. Gengið verður til kosninga í maí 2026 og því um fimmtán mánuðir til kosninga. Dóra Björt sagði ljóst að flokkarnir fimm yrðu að geta teiknað upp aðgerðarplan sem væri skýrt svo hægt væri að koma hlutum í framkvæmd á svo stuttum tíma. Heiðar Björg sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar eiga von á því að staðan myndi skýrast í dag. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki sé góður kostur fyrir Viðreisn að taka þátt í vinstri stjórn í borginni. Uppfært klukkan 16:34: Dóra Björt yfirgaf fundinn um þrjúleytið og Sanna, Helga og Líf um hálf fimm leytið. Allar ætla að ræða við bakland sitt í flokknunum. Hér að ofan má sjá viðtöl sem Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður okkar, náði við þrjá af oddvitunum.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira