Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 11:10 Ásthildur Lóa missir þó ekki af þingfundi á morgun vegna málsins. Aðalmeðferðinni á að ljúka um hádegisbil en þing kemur svo saman klukkan 15. Vísir/vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ásthildur Lóa hefur tjáð sig um málið í tilkynningum og skoðanagreinum sem þingmaður Flokks fólksins. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Mistökin hafi falist í því að fulltrúinn tók ekki tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefði hæglega mátt leiðrétta, það hafi ekki verið gert og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Þá hafi kerfið farið í vörn, slegið hlífisskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. „Hann hreinlega gaf Arion banka 10,7 milljónir af peningum gerðarþola og það brot hans vörðu dómstólar, „kerfið“, með lygum og undanskotum í gegnum öll réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Ásthildur Lóa síðastliðið sumar. „Landsréttur hreinlega laug í dómsorði með því að vísa frá málsástæðunni um fyrningu vaxta með því að segja að hún hefði ekki komið fram nógu snemma, þó að fyrning vaxta hefði verið eina málsástæðan frá upphafi,“ sagði Ásthildur Lóa. „Hæstiréttur tók ekkert efnislega á fyrningu vaxta heldur hafnaði málskotsbeiðninni sem gerði að verkum að það fékkst aldrei úrlausn á æðra stigi til að leiðrétta þá rangfærslu Landsréttar að málsástæðan um fyrningu vaxta hefði komið of seint fram. Þrátt fyrir að samkvæmt lögum eigi Hæstiréttur einmitt að geta veitt kæruleyfi ef dómur Landsréttar er bersýnilega rangur.“ Þá hafi endurupptökunefnd legið á málinu í rúma níu mánuði þó að einn dómarinn í Landsrétti hefði verið „ólöglegur“ sem hefði átt að nægja til tafarlausrar endurupptöku. „Allt þar til Arion banki setti það sem skilyrði að endurupptökukrafan þar væri dregin til baka þegar við náðum (nauðar)samningum við hann um að bjarga því sem bjargað varð. Sá úrskurður kom því aldrei. ALDREI, aldrei nokkurn tímann í þessu ferli, var úrskurðað um einu málsástæðuna, fyrningu vaxta.“ Hún fór hörðum orðum um íslenska dómskerfið. „Ef dómstólar hefðu gert það hefðu þeir bara getað úrskurðað á einn veg, okkur í hag, sem var gegn hagsmunum þeirra sem þeir vinna fyrir, þannig að þeir einfaldlega töluðu bara um eitthvað annað og/eða lugu.“ Ásthildur Lóa var formaður Hagsmunasamtaka heimilanna allt þar til í janúar þegar hún lét af formennsku eftir að hafa verið skipuð mennta- og barnamálaráðherra. Ásthildur Lóa sagði í viðtali við RÚV um helgina að málið hefði engin áhrif á hæfi hennar sem ráðherra. Brotið hefði verið á henni löngu áður en hún settist á þing. Hún hafi fullan rétt til að sækja rétt sinn.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent