Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2025 12:13 Hildur Björnsdóttir segir ákvörðun Flokks fólksins hafa komið á óvart enda tengist þær borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti og viðræður gengið vel. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkanna tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu ekki hafa komið á óvart enda gaf atburðarás síðustu daga til kynna að svona gæti farið, þó að hlutirnir hafi farið hratt af stað. Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi farið vel af stað og því kom það Hildi á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði flokkinn ekki ætla að halda þeim viðræðum áfram enda myndi hann ekki taka þátt í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. „Og það er vegna einhverja atburða sem tengjast auðvitað borgarstjórnarhópnum ekki neitt. Við höfum átt virkilega farsælt samstarf við Flokk fólksins í borgarstjórn síðastliðin sjö ár.“ Áttu góðan fund á föstudag Oddvitar þessara fjögurra flokka hafi átt góðan fund á föstudagskvöldinu og aftur í gær þar sem mikill samhljómur var um málefnin. „Þannig já það kom auðvitað svolítið að óvörum þegar grasrót Flokks fólksins stígur inn með þessum hætti en það hefur auðvitað verið hamagangur í þinginu og ákveðin umfjöllun um Flokk fólksins á síðum miðlana en það er auðvitað ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og allra síst borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hljóðið í borgarfulltrúa Flokks fólksins var bara gott á laugardaginn og virtist sem hún hefði umboð til að halda þessum viðræðum áfram? „Já Helga Þórðar er bara yndisleg kona og við áttum gríðarlega gott samtal við hana og hún var með umboð til þess en svo gerist bara eitthvað í gærdag. Það eiga sér stað einhverjir fundir í grasrót flokksins sem hefur þessi áhrif.“ Málefnalegur grundvöllur þessara tveggja flokka hafi verið mikill í borginni síðustu ár, sér í lagi varðandi húsnæðisuppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að þéttingastefnan hafi beðið ákveðið skipbrot og við verðum að fara að brjóta nýtt land. Þannig talar Flokkur fólksins bæði á þingi og í borginni og ég veit að þau stefna á að leiða ákveðin átaksverkefni í húsnæðismálum á þinginu og það verður auðvitað erfitt ef hér verður vinstrimeirihluti í borginni, að knýja á um einhverja frekari húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þess að þar myndu vera við völd flokkar sem geta ekki hugsað sér til að mynda að brjóta nýtt land.“ Ræða saman í dag Hildur segir ekkert útilokað þó að Flokkur fólksins hafi tilkynnt um ákvörðun sína í gær. Mörg mynstur séu möguleg og dagurinn í dag og næstu dagar fari í samtöl milli fólks. Tíminn sé naumur og brýn verkefni bíði, fjármál borgarinnar, húsnæðismálin, leikskóla- og daggæslumál auk heitu kartöflunnar: Reykjavíkurflugvallar. „Og vandræðagangur með hann, þessi störukeppni í pólitíkinni og ómálefnaleg sjónarmið sem hafa leitt til þess að flugbraut var lokað. Við getum auðvitað ekki staðið í þessu og það þarf að mynda meirihluta flokka sem geta staðið saman um skynsamlega nálgun um þessi stóru mál.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir ákvörðun Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu ekki hafa komið á óvart enda gaf atburðarás síðustu daga til kynna að svona gæti farið, þó að hlutirnir hafi farið hratt af stað. Meirihlutaviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi farið vel af stað og því kom það Hildi á óvart þegar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði flokkinn ekki ætla að halda þeim viðræðum áfram enda myndi hann ekki taka þátt í því að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. „Og það er vegna einhverja atburða sem tengjast auðvitað borgarstjórnarhópnum ekki neitt. Við höfum átt virkilega farsælt samstarf við Flokk fólksins í borgarstjórn síðastliðin sjö ár.“ Áttu góðan fund á föstudag Oddvitar þessara fjögurra flokka hafi átt góðan fund á föstudagskvöldinu og aftur í gær þar sem mikill samhljómur var um málefnin. „Þannig já það kom auðvitað svolítið að óvörum þegar grasrót Flokks fólksins stígur inn með þessum hætti en það hefur auðvitað verið hamagangur í þinginu og ákveðin umfjöllun um Flokk fólksins á síðum miðlana en það er auðvitað ekkert sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir og allra síst borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig hljóðið í borgarfulltrúa Flokks fólksins var bara gott á laugardaginn og virtist sem hún hefði umboð til að halda þessum viðræðum áfram? „Já Helga Þórðar er bara yndisleg kona og við áttum gríðarlega gott samtal við hana og hún var með umboð til þess en svo gerist bara eitthvað í gærdag. Það eiga sér stað einhverjir fundir í grasrót flokksins sem hefur þessi áhrif.“ Málefnalegur grundvöllur þessara tveggja flokka hafi verið mikill í borginni síðustu ár, sér í lagi varðandi húsnæðisuppbyggingu. „Við höfum lagt áherslu á að þéttingastefnan hafi beðið ákveðið skipbrot og við verðum að fara að brjóta nýtt land. Þannig talar Flokkur fólksins bæði á þingi og í borginni og ég veit að þau stefna á að leiða ákveðin átaksverkefni í húsnæðismálum á þinginu og það verður auðvitað erfitt ef hér verður vinstrimeirihluti í borginni, að knýja á um einhverja frekari húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík vegna þess að þar myndu vera við völd flokkar sem geta ekki hugsað sér til að mynda að brjóta nýtt land.“ Ræða saman í dag Hildur segir ekkert útilokað þó að Flokkur fólksins hafi tilkynnt um ákvörðun sína í gær. Mörg mynstur séu möguleg og dagurinn í dag og næstu dagar fari í samtöl milli fólks. Tíminn sé naumur og brýn verkefni bíði, fjármál borgarinnar, húsnæðismálin, leikskóla- og daggæslumál auk heitu kartöflunnar: Reykjavíkurflugvallar. „Og vandræðagangur með hann, þessi störukeppni í pólitíkinni og ómálefnaleg sjónarmið sem hafa leitt til þess að flugbraut var lokað. Við getum auðvitað ekki staðið í þessu og það þarf að mynda meirihluta flokka sem geta staðið saman um skynsamlega nálgun um þessi stóru mál.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36
„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24